Leita í fréttum mbl.is

Vigdís Hauksdóttir gagnrýnir rándýrar og óþarfar EES-tilskipanir

vigdis
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður Heimssýnar, gagnrýndi í Sprengisandsþætti Bylgjunnar í morgun rándýrar vatnatilskipanir sem Alþingi hefði samþykkt á grunni EES-samningsins. Vigdís sagði tilskipunina vera óþarfa í þeirri mynd sem hún væri hér á landi og væri auk þess mjög dýr í framkvæmd.
 
Vigdís var í morgunþætti Bylgjunnar með þáttastjórnandanum, Sigurjóni Egilssyni, og Jóni Steindóri Valdimarssyni, formanni samtakanna Já-Ísland, en þau samtök berjast fyrir aðild Íslands að ESB.
 
Reyndar kvartaði Jón Steindór í þættinum yfir því að þingmaðurinn Vigdís skyldi jafnhliða þingmennskunni vera formaður fyrir stórum pólitískum baráttusamtökum á borð við Heimssýn. Vissulega er Heimssýn stór og öflug baráttusamtök fyrir góðum málsstað, en til þessa hefur félagafrelsi og málfrelsi verið talið það mikið að þingmenn mættu taka virkan þátt í samtökum sem styðja þann málstað sem þeir trúa á. 
 
Vigdís nefndi í þættinum að endurskoða þyrfti ferli EES-tilskipana og að ríki þyrftu fyrr að koma að ferlinu til þess að hægt yrði að gera athugasemdir í tíma. Of algengt væri að þingmenn samþykktu umræðulítið tilskipanir á borð við vatnatilskipunina og síðan kæmi í ljós að þær hentuðu engan veginn aðstæðum hér á landi.  
 
Þá nefndi Vigdís að áform ESB um eftirlit með bönkum á EES-svæðinu stangaðist algjörlega á við stjórnarskrá Íslendinga. 
 
Jón Steindór þrástagaðist í þættinum á þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við ESB, en ræddi minna um andstöðu sína við slíka þjóðaratkvæðagreiðslu þegar ákveðið  var að senda inn um sókn að ESB árið 2009. Sem vitað er rann sú umsókn út í sandinn á síðasta kjörtímabili í höndunum á Össuri Skarphéðinssyni, þáverandi utanríkisráðherra. Nú vill Jón Steindór loksins láta kjósa um áframhald viðræðna þegar búið er að stöðva þær - og til að kóróna sérkennilegheitin vill hann láta kosningar fara fram samhliða sveitarstjórnakosningum til að tryggja sæmilega þátttöku í þeim. 
 
Annars var athyglisvert að Jón Steindór viðurkenndi ýmsa vankanta á Evrópusambandinu og hann sagði að gagnrýni Breta á ESB væri án vafa réttmæt, auk þess sem fjármálakrísa stæði yfir í sambandinu. Hann minntist hins vegar ekki á þá samfélagskrísu sem stórir hlutar þjóða verða að búa við vegna evrusamstarfsins og að um helmingur ungs fólks á Spáni og víðar þurfi að vera án atvinnu. Þetta þjóðfélagsástand veldur því að æ fleiri efast nú um evrusamstarfið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heimssýnar fólk !

Því miður - eruð þið HRÆSNINNI ofurseld sjálf / liggjandi utaní NATÓ/EFTA aðildinni eins og Hundar á beini - og viljið ekki með nokkru móti segja upp EES hroðanum sem þeim Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson LUGU inn á Íslendinga á 10. áratug síðustu aldar.

Lítill munur á ykkur - og Já liðinu hinum megin sem liggur við fótskarir Merkel kerlingarinnar og þeirra Barrosó´s - dægrin löng.

Með afar þurrum kveðjum - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.1.2014 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 230
  • Sl. sólarhring: 281
  • Sl. viku: 1734
  • Frá upphafi: 1160399

Annað

  • Innlit í dag: 202
  • Innlit sl. viku: 1517
  • Gestir í dag: 192
  • IP-tölur í dag: 190

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband