Leita í fréttum mbl.is

Svíar óttast geigvænlegar afleiðingar sparnaðarráðstafana ESB í Grikklandi

Svíar ræða nú um geigvænlegar afleiðingar þeirra sparnaðarráðstafana sem ESB hefur þvingað Grikki til að framfylgja. Þær hafa það í för með sér að meðaltekjur hafa lækkað um helming og þriðjungur grísku þjóðarinnar hefur færst niður fyrir fátæktarmörk. Börn hafa nú ekki lengur rétt á því að fá bólusetningu gegn alvarlegum sjúkdómum, börn geta ekki sótt skóla af gagni vegna hungurs og vannæringar, verðandi mæður fá ekki mæðravernd og þurfa svo að taka á sig skuldir þegar þær fæða börn sín.
 
Svíum hryllir við lýsingum af þessu tagi, enda eiga þær meira skylt við stríðshrjáð lönd en þróað Evrópuland. Þetta er samt veruleiki dagsins hjá stórum hluta Grikkja. Sænskum stjórnmálamönnum finnst þetta vera brot á mannréttindum, eins og fram kemur í vefritinu Europaportalen. Atvinnuleysið er 28% og meira en 60 prósent hjá ungu fólki. Einna verst bitnar ástandið þó á konum og ofbeldi gegn þeim hefur aukist.
 
Sænsku stjórnmálamennirnir sem vitnað er til hafa ekki trú á því að sparnaðarleiðir ESB, Seðlabanka Evrópu og AGS muni koma fótunum undir Grikki á nýjan leik.  
 
Orsakir vandans, segja sænsku þingmennirnir sem tilheyra Vinstri flokknum, er meðal annars hinn sameiginlegi gjaldmiðill; evran. Hún á bæði sök á vandanum og kemur í veg fyrir lausn hans. Löndin sem nota evruna eru allt of ólík hvað varðar gerð hagkerfisins, verðbólguþróun og samkeppnisstöðu til að þau geti notað sameiginlegan gjaldmiðil.  
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 365
  • Sl. viku: 1938
  • Frá upphafi: 1184345

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1666
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband