Leita í fréttum mbl.is

Gjaldeyrishöft skjóta rótum í evrulandinu Kýpur

Það er bráðum ár síðan gjaldeyrishöft voru innleidd í evrulandinu Kýpur. Þrátt fyrir ýmsar breytingar á þeim bendir ekkert til þess að þau verði afnumin í bráð. Atvinnuleysi er nú um 20% á Kýpur og skuldir fara almennt vaxandi.
 
Þetta kemur fram í Ríkisútvarpinu í dag.
 
Þar segir að landið hafi fengið neyðarlán upp á 10 milljarða evra í fyrra, eða sem svarar um helmingi landsframleiðslu. Ný skýrsla frá AGS sýnir að efnahagur eyjunnar stendur enn á brauðfótum. Sem kunnugt er þurftu innstæðueigendur að taka á sig tap bankanna á eyjunni. Ennfremur þurftu launþegar að taka á stig um 10% launalækkun. Þrátt fyrir það jókst atvinnuleysi verulega og er um 20% eins og áður sagði.
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það eru engin gjaldeyrishöft á Kýpur. Það hafa hinsvegar verið í gildi úttektartakmarkanir í bönkum á Kýpur til þess að koma í veg fyrir bankaáhlaup.

Slíkt er ekkert óvenjulegt undir þeim aðstæðum sem þarna eru í gildi. Þarna. Þetta er eitthvað sem fólkið í Heimssýn á erfitt með að skilja. Fast í gjaldeyrishöftum íslensku krónunnar og gjaldeyrishöftin eru orðin fimm ára gömul og það styttist í að þau verði sex ára gömul.

Jón Frímann Jónsson, 21.1.2014 kl. 01:06

2 Smámynd:   Heimssýn

Það er verið að vísa í frétt RUV þarna. Fólk fær t.d. ekki að fara með gjaldeyrinn sinn úr landi. En vissulega má kalla þetta fjármagnshöft líka

Heimssýn, 21.1.2014 kl. 18:02

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Evrópska myntbandalagið er í raun ein stór gjaldeyrishöft.

Í stað þess að þjóðríki gefi hvert út sinn gjaldmiðil eins og er venjulegt, eru þau gerð skyldug til þess að nota einhvern annan, sem er í þokkabót gefin út af einkahlutafélagi skráðu í Frankfürt.

Með því er fólk svipt valfrelsi í gjaldeyrisviðskiptum, að þvinga það til að nota þennan gjaldmiðil og engan annan.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.1.2014 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.1.): 150
  • Sl. sólarhring: 354
  • Sl. viku: 1941
  • Frá upphafi: 1184129

Annað

  • Innlit í dag: 132
  • Innlit sl. viku: 1676
  • Gestir í dag: 129
  • IP-tölur í dag: 128

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband