Leita í fréttum mbl.is

Ný skýrsla framkvćmdastjórnar ESB um fátćkt

Fjórđungur Evrópubúa á ţađ á hćttu ađ lenda undir fátćktarmörkum ađ mati framkvćmdastjórnar Evrópusambandsins. Hlutastörfum fjölgar og ennfremur fjölgar ţeim sem vinna sér inn mjög litlar tekjur. Fyrir vikiđ eykst biliđ á milli ţeirra sem eru vel stćđir og hinna sem eru undir fátćktarmörkum. Ţetta kemur fram í nýrri skýrslu.

EUObserver greinir frá ţessu.  Vitnađ er til ársskýrslunnar Social and Economic developments in 2013 sem atvinnustjóri ESB, Laszlo Andor, kynnti í gćr.

Hann segir ađ fátćkt aukist verulega og ţótt atvinnuleysi hafi minnkađ örlítiđ ţá sé ţađ ekki nóg. Atvinnuleysiđ er 12 prósent á evrusvćđinu en 11 prósent í ESB í  heild.  Taliđ er ađ 19 milljónir manna séu atvinnulausar á evrusvćđinu. Atvinnuleysi međal ungs fólks er 23 prósent.  

Tölurnar endurspegla aukiđ bil á milli evruţjóđanna. Atvinnuleysi á Spáni er 26,7% og 27,3 í Grikklandi - sem er um fimm sinnum meira en í Austurríki og Ţýskalandi.

Af 28 löndum ESB eru 21 međ reglur um lágmarkslaun, en ţau liggja á bilinu frá 160 evrum (25 ţúsund krónum) á mánuđi í Búlgaríu og upp í tćplega 1.874 evrur (300 ţúsund krónur) í Lúxemborg. Í ellefu löndum eru lágmarkslaunin minni en 500 evrur (78 ţúsund krónur).

Vegna lágra launa í mörgum löndum mun ţađ ekki koma atvinnulausum yfir fátćktarmörkin ţótt ţeir fái fullt starf, segir atvinnustjóri ESB, Laszlo Andor. Fram kemur í skýrslunni ađ 29 prósent atvinnulausra í Evrópu njóta ekki velferđarađstođar.

Rétt er ađ undirstrika ţađ mat fjölmargra hagfrćđinga ađ evrusamstarfiđ eigi stóran ţátt í auka á ţann mun sem er á ríkidćmi evruţjóđanna. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 224
  • Sl. sólarhring: 358
  • Sl. viku: 1974
  • Frá upphafi: 1183831

Annađ

  • Innlit í dag: 184
  • Innlit sl. viku: 1710
  • Gestir í dag: 180
  • IP-tölur í dag: 179

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband