Leita í fréttum mbl.is

Vaxandi klofningur af ýmsu tagi í Evrópusambandinu

Á undanförnum árum hefur klofningur af ýmsu tagi aukist í Evrópusambandinu. Það er bæði pólitískur, efnahagslegur og félagslegur klofningur. Þetta er þvert á þau fyrirheit sem gefin voru um aukna samstöðu og samleitni í sambandinu.

Hér hefur áður verið minnst á efnahagslega mismunun í Evrópusambandinu sem hefur aukist. Ýmsar skýrslur segja frá því hvernig sígur á ógæfuhliðina í þeim efnum. Hinn pólitíski klofningur er ekki síður athyglisverður og alvarlegur fyrir Evrópusambandið.

Hinn pólitíski klofningur felst meðal annars í því að þjóðirnar í norðri hafa ekki áhuga á frekari samrunaþróun í Evrópusambandinu. Skýrt dæmi um þetta er Bretland. Þar er sterk hreyfing fyrir því að Bretland segi sig úr Evrópusambandinu vegna þess að æ meiri völd hafa flust frá lýðræðisstofnunum Breta yfir til Brussel. 

Svipað á við um Hollendinga og fleiri þjóðir í Norður-Evrópu. Jafnvel fjölmörgum Þjóðverjum finnst nóg um samrunaþróunina, þ.e. þróunina í átt til sambandsríkis Evrópu. Það eru helst ýmsar þjóðir í Mið-, Suður- og Austur-Evrópu sem eru fylgjandi samrunaþróuninni. Þær þjóðir hafa jú sumar hverjar við flest og stærst efnahags- og félagsleg vandamál að glíma sem þær vilja fá aðstoð annarra þjóða við að leysa.

Evrópusambandið hefur tekið miklum breytingum á undanförnum áratug. Það hefur líka tekið miklum breytingum frá því þáverandi utanríkisráðherra Íslands sendi inn umsókn um aðild að sambandinu og það tekur enn stórstígum breytingum í átt að sambandsríki.

Íslendingar þurfa að átta sig á þessu. Væntanlega mun skýrsla Hagfræðistofnunar sem kemur út von bráðar fjalla meðal annars um þessa þætti. Það þarf í öllu falli að útskýra vel fyrir Íslendingum hvað er að gerast í Evrópu.

Fyrrverandi ríkisstjórn hafði því miður lítinn áhuga á því að skoða þessar hliðar mála. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"  Vaxandi klofningur af ýmsu tagi á Íslandi  " gæti þessi pistill alveg eins heitið því þetta á líka svo vel við Ísland.

Á undanförnum árum hefur klofningur af ýmsu tagi aukist á Íslandi. Það er bæði pólitískur, efnahagslegur og félagslegur klofningur. Þetta er þvert á þau fyrirheit sem gefin voru um aukna samstöðu og samleitni á Íslandi.

Hér hefur áður verið minnst á efnahagslega mismunun á Íslandi sem hefur aukist. Ýmsar skýrslur segja frá því hvernig sígur á ógæfuhliðina í þeim efnum. Hinn pólitíski klofningur er ekki síður athyglisverður og alvarlegur fyrir Ísland o.s.f o.s.f

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 23.1.2014 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 250
  • Sl. sólarhring: 283
  • Sl. viku: 2619
  • Frá upphafi: 1165247

Annað

  • Innlit í dag: 223
  • Innlit sl. viku: 2246
  • Gestir í dag: 207
  • IP-tölur í dag: 203

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband