Leita í fréttum mbl.is

Reglur ESB munu víkja fyrir reglum stofnana Sameinuðu þjóðanna

Völd ESB eru þverrandi í alþjóðlegu samhengi. Áhrif alþjóðlegra stofnana sem hafa víðari skírskotun eru að verða meiri og Íslendingar og Norðmenn eru í betri aðstöðu en þjóðir í ESB til að hafa áhrif á slíka samninga þar sem ríki utan ESB hafa beina aðild að reglugerðasmíð af þessu tagi. Þetta á til dæmis við um fiskafurðir og önnur matvæli.
 
Þetta var meðal þess sem kom fram í fyrirlestri dr. Richards North, bresks rithöfundar, sagnfræðings og stjórnmálaskýranda í Háskóla Íslands í dag. Richard  hefur mælt fyrir því að Bretar segi sig úr ESB og gerist aðilar að EES-samningnum, því innri markaðurinn skiptir máli. Hins vegar munu alþjóðlegar viðskiptaskuldbindingar einnig gera hann þarflausan í framtíðinni. 
 
Morgunblaðið greinir frá sjónarmiðum Richards North - sjá hér:
  
 

„Ég tel næstum því 100% líkur á því að Bretland yfirgefi Evrópusambandið á næstu árum,“ segir dr. Richard North, rithöfundur og stjórnmálaskýrandi, en hann mun flytja erindi í hádeginu í dag um nýjustu ritgerð sína, Noregskosturinn (The Norway Option), þar sem hann færir rök fyrir þeim valkosti Breta að ganga aftur í EFTA og taka upp EES-samninginn í stað þess að vera áfram í Evrópusambandinu. Erindið hefst í stofu 101 í Odda hjá Háskóla Íslands kl. 12.

North segir að nafngiftin sé komin til þar sem Noregur sé stærsta ríkið af þeim þremur sem eru í EFTA og EES. „Ég hefði, til að gæta sanngirni, átt að láta heitið vera Noregs-Íslands-Liechtenstein-kosturinn,“ segir North, en bendir jafnframt á með glettni að skammstöfun þessara þriggja landa á ensku myndi vera „Núll-kosturinn“.

Viljum sömu völd og þið

North tók fram að helsta gagnrýnin gegn hugmynd sinni væri sú að efnahagur Noregs væri svo ólíkur efnahag Bretlands, að Noregs-kosturinn ætti ekki við. Efnahagur Noregs byggðist á olíu og mannfjöldinn væri mun minni en á Bretlandi. Noregur væri því líkari Skotlandi en öllu Bretlandi.

En hvers vegna ættu Bretar þá að ganga í EES? „Við myndum vilja vera jafnvaldamikil og þið,“ segir North, „og hafa okkar málefni í eigin höndum.“ Staða Íslands þyki því öfundsverð á Bretlandi. North segir að það sem hann hafi komist að, þegar hann var að rannsaka Noregskostinn, sé það hversu valdamikil í raun þessi lönd gætu verið á alþjóðavettvangi.

„Hnattvæðingin hefur gjörbreytt valdajafnvæginu á milli Evrópusambandsins og ríkja sem standa utan þess,“ segir North. Reglur Evrópusambandsins séu í síauknum mæli samdar á alþjóðlegu stigi, og Norðmenn hafa áttað sig á því. North nefnir sem dæmi viðtal sem hann tók við norskan dýralækni, sem vann fyrir norsk stjórnvöld, og sat fyrir þeirra hönd sem formaður nefndar Alþjóðamatvælaskrárráðsins um fisk og fiskafurðir. Í krafti setu sinnar þar hefði Noregur getað haft gríðarleg áhrif á alþjóðlegt lagaumhverfi um fisk og fiskvinnsluvörur, sem Evrópusambandið neyddist síðan til þess að taka upp vegna eigin skuldbindinga undir alþjóðarétti.

„Þannig að Noregur í þessu tilfelli býr til reglurnar fyrir Evrópusambandið, faxar þær til Brussel, þar sem menn neyðast til að taka þær upp, þeir setja stimpil Evrópusambandsins á þær og faxa áfram til Óslóar!“ North segir að fleiri dæmi þessa þekkist nú enda séu alþjóðlegar nefndir af þessu tagi til í nærri þúsunda tali. „Evrópusambandið líkist því einna helst heildsala og dreifingaraðila á lögum og reglugerðum frekar en framleiðanda,“ segir North og bætir við að fyrir Breta skjóti það skökku við að þegar verið sé að semja þær reglur sem á endanum gildi í Bretlandi eigi ríki eins og Ísland, þar sem færri búa en í einu hverfi í London, sæti við borðið, en Bretar ekki, þar sem fulltrúi Evrópusambandsins sjái um það fyrir þeirra hönd. „Íslendingar eru því miklu valdameiri í alþjóðasamfélaginu en við.“ 

mbl.is Vill að Bretar skoði aðild að EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 302
  • Sl. sólarhring: 471
  • Sl. viku: 2383
  • Frá upphafi: 1188519

Annað

  • Innlit í dag: 264
  • Innlit sl. viku: 2160
  • Gestir í dag: 250
  • IP-tölur í dag: 248

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband