Leita í fréttum mbl.is

Sighvatur Björgvinsson telur það heimsku að ætla sér þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræður

Þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna um aðild að ESB nú yrði á skjön við það lýðræðislega ferli sem átt hefur sér stað undanfarin 5 ár. Samfylkingin knúði í gegn samþykkt Alþingis um umsókn að ESB. Hún hafði allt kjörtímabilið til að klára málið en hafði ekki erindi sem erfiði og gafst upp hálfu ári áður en kjörtímabilinu lauk. Að láta kjósa um framhald viðræðna væri algjörlega á skjön við eðlilegan gang málsins.

Stjórnmálafræðingar og aðrir sérfræðingar um stjórnmál hljóta að sjá þetta í hendi sér. Æ fleiri líta á það sem hina mestu firru að láta fara fram atkvæðagreiðslu meðal þjóðarinnar nú í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað frá síðustu kosningum. Ný ríkisstjórn er tekin við sem á grunni samþykkta landsfunda og flokksþinga og kosningastefnuskrár hefur samþykkt skýran sáttmála og verkefnaskrá fyrir ríkisstjórnina. Þar segir skýrum stöfum að hætta eigi viðræðum. Ríkisstjórnarflokkarnir séu á móti aðild. Það er því engin pólitísk ástæða til þess að hefja viðræður að nýju. Það væri í raun og veru hlálegt eins og Sighvatur Björgvinsson, Alþýðuflokksmaður og fyrrverandi ráðherra, sagði svo skýrt í greinarskrifum fyrir stuttu, en greinin ber heitið Hrunið og heimskan.

Sighvatur sagði það sjálfsblekkingu og undarlegt að ágætlega greint og gáfað fólk eins og Þorsteinn Pálsson og Benedikt hjá Talnakönnun láti sér til hugar koma að fyrir tilstilli þjóðaratkvæðagreiðslu sé hægt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist í aðildarviðræðum við Evrópusambandið þegar núverandi ríkisstjórn, allir ráðherrar og báðir stjórnarflokkar hafi lýst djúpri andstöðu sinni við hvort tveggja; aðildarviðræðurnar og inngöngu í ESB.

Sighvatur segir að Þorsteinn og Benedikt ættu að gera sér grein fyrir þessu. Þeir séu hins vegar haldnir meðvitaðri sjálfsblekkingu.

Það eru margir fleiri en Sighvatur sem hafa fjallað um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður um aðild að ESB með sama hætti. Þorfinnur Ómarsson er einn þeirra. Hann sagði meðal annars um miðjan þennan mánuð að ríkisstjórnin hefði fullt lýðræðislegt umboð til þess að stöðva viðræðurnar við ESB.

Þessi rök þeirra Sighvats og Þorfinns vilja heitustu talsmenn ESB-aðildar Íslands ekki heyra minnst á. Þeir eru fastir í þeirri sjálfsblekkingu sem Sighvatur lýsti svo vel; það yrði hlegið að okkur í Brussel ef ríkisstjórn sem væri á móti aðild kæmi þangað í þeim tilgangi að semja um aðild.

Við lokin á þessu innleggi vaknar sú spurning  hvort ekki þyrfti að bjóða upp á námskeið í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands þar sem farið væri fræðilega, faglega og af reynslu í þessa umræðu.

Kannski Sighvatur Björgvinsson gæti tekið að sér að vera stundakennari í námskeiði af slíku tagi. Umræðan bendir til þess að ekki væri vanþörf á slíku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 41
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 2004
  • Frá upphafi: 1176858

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 1826
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband