Leita í fréttum mbl.is

Evran eykur fátækt á Spáni

Evran eykur fátæktina á Spáni. Rúmleg þriðjungur barna býr við fátæktarmörk. Ein af ástæðunum er kreppan á Spáni sem evran á hlut að. Aðhaldsaðgerðir ESB gera ástandið enn verra. Atvinnuleysi er nú tæplega 30% á Spáni.

Mbl.is segir svo frá:

 

Rúmlega þriðjungur spænskra barna búa við fátæktarmörk að sögn góðgerðasamtakanna Save the Children. Aðhaldsaðgerðir stjórnvalda á Spáni hafi ennfremur gert ástandið verra.

Fram kemur í frétt AFP að samtökin vísi í nýjustu tölur frá Evrópusambandinu þess efnis að 2,8 milljónir einstaklinga undir 18 ára aldri hafi verið við fátæktarmörk árið 2012. Það samsvararði um 33,8% spænskra barna. 


mbl.is 33,8% spænskra barna við fátæktarmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skrítið, að þrátt fyrir kreppuna og Evruna þá er samt er minni fátækt en Spánverjar þurftu oft að glíma við fyrir tíð Evru og ESB. En það passar víst ekki inní heimsmynd þína.

Stundum er eins og þú haldir að heimurinn hafi fæðst á fyrsta degi ESB og að hvergi hafi komið kreppa nema í Evruríkjunum. Er það fáfræði eða vísvitsandi blekkingar? Hversu sterkur er málstaðurinn þegar hann verður ekki varinn nema með blekkingum, rangfærslum og hálfsannleik?

Ufsi (IP-tala skráð) 31.1.2014 kl. 00:31

2 Smámynd:   Heimssýn

Ufsi virðist ekki þola að greint sé frá því sem er að gerast í Evrópu. Hann virðist vera hluti af þeirri nýju hreyfingu meðal ESB-aðildarsinna sem leggur áherslu á stóryrði í garð þeirra sem taka þátt í umræðunni, uppnefna þá og reyna að gera lítið úr þeim á alla lund. Richard North fjallaði í Háskóla Íslands í gær um þessa taktík ESB-aðildarsinna sem virðist vera gegnumgangandi um alla Evrópu. Skætingur, uppnefni og ómálefnalegur málflutningur er nú kominn í stað þeirrar málefnalegu umræðu sem einu sinni einkenndi ESB-aðildarsinna. Athugasemdir Ufsa hér á síðunni síðustu daga staðfesta þetta.

Heimssýn, 31.1.2014 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 485
  • Sl. sólarhring: 522
  • Sl. viku: 2842
  • Frá upphafi: 1165759

Annað

  • Innlit í dag: 433
  • Innlit sl. viku: 2459
  • Gestir í dag: 409
  • IP-tölur í dag: 405

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband