Leita í fréttum mbl.is

Evran er að fara illa með Finna

Finnlandi farnast illa með evrunni. Þar hefur hagvöxtur verið nálægt núlli, jafnvel samdráttur um tíma, verðbólgan nálgast núllið og atvinnuleysi eykst og er um 8%. Finnar eru fastir í þeirri spennitreyju sem evrusamstarfið setur þá í.
 
Fjallað var um þessi mál á Vinstrivaktinni í gær. Þar segir Ragnar Arnalds:  
 
 
 

Evrukreppan fer verst með ríki á útjaðri evrusvæðisins. Þau tvö norræn ríki sem nú eru verst stödd tengjast bæði evrusvæðinu: Finnar eru með evru og Danir tengja mynt sína við evru. Áróður íslenskra ESB-sinna fyrir ESB-aðild og upptöku evru eru í hróplegri mótsögn við veruleikann í kringum okkur.

 

Evran þjónar stærstu ríkjum ESB þolanlega. Þjóðverjar og Frakkar njóta góðs af. En mörg minni evruríkin engjast nú ár eftir ár í klóm evrukreppunnar vegna þess að þau búa við gjaldmiðil sem ekki hentar þeim. Fjármálakreppan sem gengið hefur yfir heiminn undanfarin sjö ár er eins og skæður faraldur sem fáar þjóðir sleppa við. En víðast hvar gengur faraldurinn yfir.

 

Íslendingar urðu illa úti í upphafi kreppunnar en eru nú óðum að ná sér upp úr brunarústum hrunsins. Í desember s.l. var atvinnuleysi á Íslandi 4,2%. En á sama tíma var atvinnuleysi á evrusvæðinu um 12% að meðaltali, sbr. fréttir RÚV á gamlársdag. Samkvæmt tölum Eurostat var t.d. 27,4% atvinnuleysi í Grikklandi í nóvember s.l. og 26,7% á Spáni.

 

Allmörg ríki, ekki síst á jaðri evrusvæðisins, hjakka sem sagt  áfram í sama kreppufarinu ár eftir ár. Þau geta ekki breytt gengi gjaldmiðilsins til að örva útflutning sinn og treysta sér ekki til að yfirgefa evrusvæðið, vegna þeirrar röskunar sem það hefði í för með sér þegar þau eru á annað borð komin þangað inn. Með öðrum orðum: þau sitja föst í dauðabúðum evrunnar og það virðist litlu breyta þótt ESB og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn moki í þau meira og meira lánsfé. Samdrátturinn heldur áfram og skuldirnar aukast.

 

Paul Krugman, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði var nýlega á ferð í Kaupmannahöfn og lýsti þeirri skoðun að tvö ríki á Norðurlöndum væru verst stödd, þ.e. Finnland sem er með evruna og Danmörk, sem er tengd evrunni. Það vakti sérstaka athygli að hann taldi einmitt að Danir gætu lítið gert sjálfir til þess að losna úr viðjum stöðnunar vegna þess að þeir hefðu ekki í sínum höndum vald til að taka þær ákvarðanir, sem til þyrfti.

 

Að sjálfsögðu hafa ríki með sjálfstæða mynt miklu meiri möguleika til að rífa sig upp úr kreppunni. Íslenska krónan er einmitt dæmi um mynt sem að vísu er enn svo veikburða að hana þarf að verja með gjaldeyrishöftum vegna „snjóhengjunnar“ sem bankabóla vanhugsaðra EES-reglna bjó til hér á landi eins og víða. Engu að síður hefur tekist að efla framleiðslu hér og halda niðri atvinnuleysi langt umfram það sem gerst hefur víðast hvar á evrusvæðinu.  - RA

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt er hey í harðindum. Nú er garmurinn hann Ragnar Arnalds orðinn "a man of authority" í peningastjórnum. Maðurinn sem var fjármálaráðherra þegar Íslandsmet voru slegin í verðbólgu og vitleysu.

Mitt ráð til ykkar í Heimssýn, skrifið minna, en af meira viti.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.2.2014 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.1.): 153
  • Sl. sólarhring: 353
  • Sl. viku: 1944
  • Frá upphafi: 1184132

Annað

  • Innlit í dag: 134
  • Innlit sl. viku: 1678
  • Gestir í dag: 131
  • IP-tölur í dag: 129

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband