Leita í fréttum mbl.is

Silja Dögg Gunnarsdóttir segir alveg ljóst hver stefna stjórnarflokkanna sé í ESB-málum

siljadogg

Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir alveg ljóst hver stefna núverandi stjórnarflokka sé í ESB-málinu. Þeir voru kosnir út á þá stefnu að stöðva viðræður og halda Íslandi utan ESB.

Silja Dögg sagði jafnframt að ákveðið hefði verið að gera úttekt á stöðu viðræðna og þróun ESB. Skýrsla með þeirri úttekt verður til umræðu á Alþingi á næstunni.

Að því loknu er ekkert því til fyrirstöðu að ljúka þessu misheppnaða aðildarferli með sama hætti og það hófst, þ.e. með samþykkt Alþingis um að afturkalla umsóknina um aðild að ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir sem kusu framsóknarflokkinn gerðu það flestir vegna einhverjum loforðum um niðurfellingu skulda - sem hefur tekið vægast sagt furðulega stefnu. Fært var einungis frá einum vasa til annan og þeir sem eiga lítið eða ekkert koma verst út úr þessu. Framsókn var alls ekki kosið út af evrópumálunum. Enda er vilji flestir landsmenn að viðræður halda áfram. Kannarnir sýna þetta glögglega.

ursula (IP-tala skráð) 2.2.2014 kl. 13:57

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Kannarnir sýna að flestir landsmenn vilja halda áfram viðræðurnar um ESB. Þetta er nú bara  staðreynd. Og Framsóknarflokkurinn var kosið út af einhverjum óraunhæfum loforðum sem stóðust ekki.

Úrsúla Jünemann, 2.2.2014 kl. 13:59

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Úrsúla - Samkvæmt nýjustu skoðankönnun þá eru einungis 32% þjóðarinnar hlynnt ESB aðild.

Þetta er allt of lágt hlutgall til þess að standa í þessu strögli sem átti árið 2009 þegar umsókn var send inn að taka aðeins 1 til 2 ár en hefur engu skilað nema sundrungu og óeiningu meðal þjóðarinnar um flest mál.

Ef síðan er skoðað hversu margir eru andsnúnir ESB aðild þá er það þannig að 60% af þeim sema afstöðu taka eru andvígir ESB aðild.

Einhverjar skoðanakannanir um það hvort fólk sé fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslum eða ekki hafa lítið gildi.

Sjálft ESB segir skýrt í aðildarskilmálum sínum að forsendur þess að tekið sé við aðildar umsókn og aðlögunar- og aðildarviðræður geti gengið eðlilega fyrir sig að þá sé það grunnforsenda að það sé skýr vilji þjóðainnar að vilja ganga í ESB.

Þessi skýri pólitíski vilji þjóðarinnar eða kjörinna fulltrúa hennar er alls ekki fyrir hendi og hefur reyndar aldrei verið.

Landinu verður ekki stjórnað með endalausum svona könnunum. Það verðir aftur kosið eftir rúm 3 ár.

Gunnlaugur I., 2.2.2014 kl. 15:08

4 identicon

"þeir voru kosnir út á þá stefnu að halda Íslandi utan ESB".

"Bullshit", það var ekki issjúið sem skipti máli í kosningunni. Kjósendum var jafnvel talið trú um að það væri í þeirra valdi sett hvort framhald yrði á viðræðum við ESB. Þjóðaratkvæðisgreiðsla! 

Ef innherja og braskara strákarnir komast upp með þetta svindl og svínarí, þá sé ég svart fyrir skerið. Nú, ef innbyggjarar vilja þetta, "so be it".

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.2.2014 kl. 15:24

5 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Úrsúla

Skoðanakannanir um hluti sem eru efnislega rangir geta ekki talist til raka. Það er efnislega rangt að Ísland sé að semja við ESB um regluverk sambandsins. Ísland er einungis að semja um hvernig við ætlum að taka upp regluverk sambandsins án undantekninga. Það er verið að halda að fólki ímynduðum veruleika um að einhver samningur sé í boði þar sem allskonar góðgæti sé á boðstólnum, en slíkt telst til áróðursstarfsemi.

Spurningin um hvort fólk vilji ganga í ESB eða ekki er efnislega rétt og því marktæk.

Evrópusambandið útskýrir mjög vel hvernig aðlögunarferlið er framkvæmt.  http://ec.europa.eu/enlargement/

Eggert Sigurbergsson, 2.2.2014 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 18
  • Sl. sólarhring: 484
  • Sl. viku: 2427
  • Frá upphafi: 1165801

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 2108
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband