Leita í fréttum mbl.is

Hversu lengi ætla Vinstri græn að berjast gegn eigin stefnumáli?

Katrinjak

Flestir þingmenn Vinstri grænna hafa þá sérstöðu í hinum pólitíska heimi að berjast hatrammlega gegn einu grundvallar stefnumáli sínu. Að jafnaði vinna flokkar að því að ná fram stefnumáli sínu. Stöku sinnum kemur það fyrir að flokkur hefur mál í stefnu sinni án þess að vinna að því. En að flokkur vinni beinlínis gegn stefnumáli sínu, og það af talsverðu afli, ár eftir ár, er algjört einsdæmi.

Vinstri græn eru nefnilega algjörlega á á móti því að ganga í Evrópusambandið. Samt létu ráðandi öfl innan flokksins Samfylkinguna fá sig í þá vegferð að sækja um aðild að ESB. Allir, sem eitthvað hafa kynnt sér málin, vita að svokallaðar aðildarviðræður eru ekkert annað en hægfara aðlögun umsóknarríkis að ESB.

Hversu lengi ætla Vinstri græn að láta þetta viðgangast? Fyrir ári samþykktu þau að gefa viðræðum séns í ár til viðbótar. Sá séns rennur út í þessum mánuði. Ætla vinstri græn líka að svíkja þá samþykkt sína? Af hverju minna engir aðrir fjölmiðlar en Heimssýnarbloggið á þessa staðreynd? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 265
  • Sl. viku: 1871
  • Frá upphafi: 1184608

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1600
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband