Leita í fréttum mbl.is

Svanur Kristjánsson og sambandsríkið ESB

Svanur Kristjánsson prófessor í stjórnmálafræði segir að aðild Íslands að ESB myndi þýða formlega aðild að ríkjabandalagi sem hefur ýmsa þætti sambandsríkis. Það kom fram á Eyjunni í gær.

Aðildarsinnar hafa reyndar flestir til þessa viljað horfa fram hjá því hvernig ESB hefur verið að þróast í átt til sambandsríkis sem tekur til sín æ meiri völd.

Lýðræðið hefur aldrei verið mjög virkt innan ESB. Vald kjörinna þingmanna er að jafnaði talsvert minna en víða gerist fyrir utan það að þátttaka í kosningum til þings ESB er lítil. Hlutur Íslendinga yrði væntanlega innan við eitt prósent gerðumst við aðilar. Vald embættismanna er talsvert svo og ráðherra - en þá eru það fyrst og fremst ráðherrar stærstu þjóðanna sem ráða ferðinni. 

ESB er sem sagt að verða sambandsríki, segir prófessorinn. En í þessu sambandsríki ráða ferðinni ráðherrar tveggja eða þriggja stærstu þjóðanna þegar til kastanna kemur. Hver man ekki eftir umræðunni um Merkozy? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 274
  • Sl. sólarhring: 407
  • Sl. viku: 2631
  • Frá upphafi: 1165548

Annað

  • Innlit í dag: 245
  • Innlit sl. viku: 2271
  • Gestir í dag: 239
  • IP-tölur í dag: 234

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband