Leita í fréttum mbl.is

Silja Dögg Gunnarsdóttir segir möguleika Íslendinga betri utan ESB

siljadogg
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, skrifar grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag undir fyrirsögninni Ísland er undantekningin sem sannar regluna. Þar segir hún öll rök hníga að því að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan ESB en innan þess þar sem við erum mjög fámenn þjóð og rík að auðlindum.
 
Í greininni segir Silja: 
 
Tækifæri okkar Íslendinga eru á mörgum sviðum. Við erum rík að auðlindum sem mikil þörf verður fyrir í framtíðinni. Við eigum nóg af hreinu vatni, grænni orku, hugsanlega olíu og síðast en ekki síst erum við mjög framarlega í matvælaframleiðslu. Lega landsins er mjög eftirsóknarverð fyrir Norður-Íshafssiglingar. Þar liggja gríðarleg tækifæri í framtíðinni sem við Íslendingar þurfum að vera vel vakandi yfir.
Rík þjóð
Mér þykja öll rök hníga að því að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan ESB en innan þess þar sem við erum mjög fámenn þjóð og rík að auðlindum. Daniel Gros er yfirmaður stofnunar í Brussel í Evrópufræðum. Hann lét hafa það eftir sér að hann teldi að öll Evrópuríki ættu að vera í Evrópusambandinu, NEMA Ísland. Ísland væri undantekningin sem sannaði regluna af ofangreindum ástæðum.

 

Afstaða núverandi stjórnarflokka er einnig skýr. Á landsfundum sínum fyrr á þessu ári ályktuðu þeir að hag Íslands sé betur borgið utan ESB en innan þess. Núverandi ríkisstjórn framfylgir að sjálfsögðu stefnu ríkisstjórnarflokkanna. Í stjórnarsáttmálanum stendur: »Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.«

 

Lýðræðið í hættu 
En víkjum að lýðræðinu. Ein rök með aðild að ESB eru þau að Íslendingar ættu að hafa fulltrúa á Evrópuþinginu til að hafa einhverja vigt þar í ákvarðanatöku. Staðreyndin er sú að þingmenn Evrópuþingsins eru rúmlega 760 og Ísland fengi sex þingmenn, tæp 0,78% þingmanna. Mín skoðun er því sú að þessir sex þingmenn myndu nú ekki vigta mikið á þinginu.

Þess má einnig geta að kjörsókn til Evrópuþings minnkar stöðugt og var að meðaltali 43% árið 2009. Staðreyndin er sú að íbúar Evrópuríkja fjarlægjast stöðugt lýðræðið og þeir finna fyrir því. Valdið er ekki lengur á höndum lýðræðislegra kjörinna fulltrúa heldur embættismanna í Brussel. Er þetta það sem við Íslendingar viljum?

Afstaða núverandi stjórnarflokka er einnig skýr. Á landsfundum sínum fyrr á þessu ári ályktuðu þeir að hag Íslands sé betur borgið utan ESB en innan þess. Núverandi ríkisstjórn framfylgir að sjálfsögðu stefnu ríkisstjórnarflokkanna. Í stjórnarsáttmálanum stendur: »Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.«

Lýðræðið í hættu
En víkjum að lýðræðinu. Ein rök með aðild að ESB eru þau að Íslendingar ættu að hafa fulltrúa á Evrópuþinginu til að hafa einhverja vigt þar í ákvarðanatöku. Staðreyndin er sú að þingmenn Evrópuþingsins eru rúmlega 760 og Ísland fengi sex þingmenn, tæp 0,78% þingmanna. Mín skoðun er því sú að þessir sex þingmenn myndu nú ekki vigta mikið á þinginu.
Þess má einnig geta að kjörsókn til Evrópuþings minnkar stöðugt og var að meðaltali 43% árið 2009. Staðreyndin er sú að íbúar Evrópuríkja fjarlægjast stöðugt lýðræðið og þeir finna fyrir því. Valdið er ekki lengur á höndum lýðræðislegra kjörinna fulltrúa heldur embættismanna í Brussel. Er þetta það sem við Íslendingar viljum?
Næsta skrefið er að fá sérfræðiúttekt um stöðu viðræðnanna og stöðu mála innan ESB. Úttektin er gerð af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og verður kynnt fyrir þinginu í febrúar. 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 505
  • Sl. viku: 2159
  • Frá upphafi: 1187582

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1930
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband