Leita í fréttum mbl.is

ESB vill taka yfir dómsvald, öryggismál og vald í innflytjendamálum aðildarríkja

Sambandsríkið ESB vill taka yfir æ stærri hluta dómsmála, öryggismála og innflytjendamála aðildarríkjanna. Þetta leiðir m.a. af svokallaðri Stokkhólmsáætlun sem var samþykkt í desember 2009. Það er rætt um aukna skráningu og eftirlit með almenningi og að lögregla eigi að geta athafnað sig utan síns heimalands. Hluti af þessu er aukið eftirlit með netnotkun almennings.

Þeir sem berjast fyrir því að Ísland verði aðili að ESB hafa ekki með neinum eftirtektarverðum hætti fjallað um möguleg áhrif Stokkhólmsáætlunarinnar hér á landi. Reyndar hefur þessi áætlun ekkert með Stokkhólm að gera, enda er það liður af áróðurstaktík ESB að kenna hinar og þessar áætlanir við helstu borgir í Evrópu. Allar eiga þessar áætlanir uppruna sinn í Brussel.

Stokkhólmsáætlunin tekur á innflytjendamálum, innri öryggismálum, borgararétti og ýmsum mannréttindum. Stefnt er að því að völdin í þessum málaflokkum færist í auknum mæli frá aðildarríkjum til Brussel. Áætlunin hefur verið gagnrýnd á ýmsa lund. Þannig hefur hún verið talin geta stuðlað að því að Evrópa setji upp stóra varnarmúra gagnvart innflytjendum, óháð því hvað aðildarríkin segja. Einnig hefur verið talið að áætlunin geti aukið strauma fólks innan ESB.

Stokkhólmsáætlunin fjallar um að setja skuli samræmdan refsiramma í ESB-löndunum, samræmda kennslu fyrir lögmenn, dómara og dómapraxís.

Það er stefnt að því að þurrka sem mest út allt sem heitir sérkenni landa í þessum efnum.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Utan efnis, þá er hér skemmtileg staðreynd varðandi nýja spillingarskýrslu ESB sem ekki er flaggað sérstakæega hér, en það er sú staðreynd að spillingin (lesist stuldur) er á par við rekstrarkostnað sambandsins.

Nú súpa menn hveljur yfir þessu, eins og þetta sé eitthvað nýtt, en menn hafa reynt að gera þetta opinbert í áratugi og hlotið bágt fyrir. Marta Andreasen ein þeirra. Yfirendurskoðandi sambandsins sem var rekin úr starfi og bannfærð fyrir að gera þetta opinbert.

http://youtu.be/e6A1ZSHkRCo

Jón Steinar Ragnarsson, 4.2.2014 kl. 14:52

2 identicon

*** BIG BROTHER IS WATCHING YOU *** 

Er Sýn George Orwell að verða að raunveruleika?  

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 4.2.2014 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 420
  • Sl. sólarhring: 502
  • Sl. viku: 2258
  • Frá upphafi: 1187485

Annað

  • Innlit í dag: 387
  • Innlit sl. viku: 2007
  • Gestir í dag: 364
  • IP-tölur í dag: 356

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband