Leita í fréttum mbl.is

Spillingin hjá ESB

Það er góðs viti að áhugi er á því hjá embættismönnum ESB að rannsaka spillinguna í stofnunum sambandsins, en eins og fram kom í fréttum er spilling talsverð í ríkjum sambandsins samkvæmt nýlegri skýrslu.
 
Vitað er að ekki hefur tekist að ljúka reikngum fyrir ESB í mörg ár. Vitaskuld er reynt að fara eftir eðlilegum viðmiðum við stjórnsýslu, framkvæmdir, meðferð fjár og fleira í sambandinu. Af umræðunni virðist þó mega ráða að talsvert vanti upp á að markmiðum sé náð í þessum efnum.
 
Eitt af því sem hefur þótt sérstakt við ESB er það þegar hópar koma þar í heimsókn þá fá þeir afhent umslag með seðlum til að standa undir útlögðum kostnaði. Sú aðferð hefur vakið upp ýmsar spurningar.
 
Mbl.is fjallar m.a. um þetta - sjá hér:
 
 

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) ætti að fjalla um spillingu í stjórnsýslu sambandsins í næstu skýrslu sinni um spillingu í ríkjum þess. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu í dag frá Evrópska umboðsmanninum en embættið hefur það hlutverk að taka við kvörtunum frá borgurum ESB í garð stofnana sambandsins.

Umboðsmaðurinn, Emily O'Reilly, fagnarskýrslu framkvæmdastjórnarinnar um spillingu í ríkjum sambandsins, þar sem fram kemur að spillingin sé „yfirgengileg“, en telur rétt að hafa sérstakan kafla um stjórnsýslu ESB í næstu skýrslu. Haft er eftir O'Reilly í tilkynningunni að stjórnsýsla sambandsins verði að uppfylla ýtrustu kröfur í þeim efnum. Einkum og sér í lagi þegar komi að gegnsæi, hagsmunaárekstrum og opinberum útboðum. Í flestum tilfellum standi stofnanir ESB þó vel að vígi í þessum efnum samanborið við ríkisstjórnir margra ríkja sambandsins.

Fram kemur í tilkynningunni að embætti Evrópska umboðsmannsins fái eftir sem áður margar kvartanir vegna stofnana ESB þar sem kvartað sé yfir skorti á gegnsæi, meintum hagsmunaárekstrum, meintum óeðlilegum tengslum á milli embættismanna sambandsins og fulltrúa einkaaðila og fleiri slíkum málum. 

mbl.is Rannsaki spillingu hjá ESB líka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 59
  • Sl. sólarhring: 300
  • Sl. viku: 1897
  • Frá upphafi: 1187124

Annað

  • Innlit í dag: 55
  • Innlit sl. viku: 1675
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband