Leita í fréttum mbl.is

Íslenskur fjölmiðill í hagsmunabaráttu fyrir útlendinga í makrílmálinu?

Atli Árnason skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann segir fréttastofu Ríkisútvarpsins líta á það sem sitt sérstaka hlutverk að kynna málstað Norðmanna og Evrópusambandsins. Þessir aðilar hafi lengi vel neitað að hleypa Íslendingum að viðræðuborðinu í makrílmálinu.

Evrópusambandið hefur hótað okkur viðskiptaþvingunum. Þær hótanir standa enn þrátt fyrir blíðmælgi fulltrúa sambandsins síðustu daga.

Atli Árnason segir:  

Það sætir því furðu að fréttastofa RÚV skuli líta á það sem sitt sérstaka hlutverk að kynna málstað Norðmanna með löngum viðtölum við helstu hagsmunaaðila Norðmanna sem hafa beitt sér svívirðilega gegn Íslendingum og Færeyingum í makrílmálinu frá upphafi. Þetta gerist á sama tíma og samningamenn Íslands eru undir stöðugum árásum og heitingum af hálfu Norðmanna við að halda fram hagsmunum Íslendinga í málinu. Norska ríkisútvarpið myndi aldrei hampa málstað Íslendinga í þjóðarútvarpi Noregs í slíkum málum en enn einu sinni telur fréttastofa RÚV sér sæma að taka hagsmuni erlendra kröfuhafa fram yfir íslenska. Er ekki kominn tími á að þessari undarlegu þjónkun við erlenda hagsmuni linni? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

RÚV hefur það markmið í "lífinu" að halda á lífi ónýta Ísland málstað sambandsinna. Því er hvert tækifæri notað til að grafa undan þjóðinni ef það má vera til þess að hægt verði að troða henni í ESB.

Nýr útvarpsstjóri hefur ekki langan tíma til að gera betrumbætur áður en þjóðin mokar holu og sturtar þessu apparati þar í. Við erum ekki í þörf fyrir apparat sem stundar grímulausa hagsmunagæslu fyrir nýlenduþjóðir meginlandsins!

Eggert Sigurbergsson, 6.2.2014 kl. 06:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 8
  • Sl. sólarhring: 246
  • Sl. viku: 1701
  • Frá upphafi: 1145037

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1504
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband