Leita í fréttum mbl.is

Stórvaxandi stuðningur við íslensku krónuna

eurobroken

Það er stórvaxandi stuðningur við íslensku krónuna samkvæmt könnun sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Þrátt fyrir alla niðurrifsumræðuna í nokkrum fjölmiðlum síðustu ár gagnvart krónunni að undanförnu hefur stuðningur aukist síðustu fjögur ár úr 38% í ríflega 50%. Evran kemst ekki á blað.

Þetta er mjög merkileg þróun í ljósi þeirrar umræðu og erfiðleika sem Íslendingar hafa gengið í gegnum. Það þurfti frásögn hins geðþekka fréttamann Gissur Sigurðsson á Bylgjunni til þess að meginatriði þessarar fréttar urðu skrásetjara Heimssýnarbloggins ljós í morgunsárið. Öll uppsetning Fréttablaðsins er nefnilega með þeim hætti leita þurfti dálítið að meginfréttapunktinum sem felst í ofangreindri fyrirsögn. 

Hið merkilega er í þessari frétt að ekki er minnst á evruna. Hún kemst ekki lengur á blað, enda virðast Íslendingar nú vera farnir að átta sig á þeim stórskaða sem hún hefur valdið á evrusvæðinu. Sjálfsagt er norska krónan eða Kanadadollar nú orðin vinsælli en evran.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 103
  • Sl. sólarhring: 320
  • Sl. viku: 1796
  • Frá upphafi: 1145132

Annað

  • Innlit í dag: 82
  • Innlit sl. viku: 1579
  • Gestir í dag: 81
  • IP-tölur í dag: 80

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband