Leita í fréttum mbl.is

Eru Íslendingar hættulegir heimsbyggðinni?

Það er svolítið merkilegt að fylgjast með umræðu ESB-sinna núna. Vegna ESB-umsóknarinnar skolaði hingað upp á land þýskum sérfræðingi í meðferð matvæla. Sérfræðingurinn greindi frá þeirri vel þekktu staðreynd að það gætu verið bakteríur í kjöti.

Það er alkunna að bakteríur af tiltekinni gerð og magni geta haft afleiðingar. En það er andskoti merkilegt að RUV og Eyjunni skuli detta í hug að íslenskt kjöt með slíkum bakteríum gæti aðeins sýkt Evrópubúa - eins og lesa má m.a. í fyrirsögnum á RUV og Eyjunni.

Hvað með Bandaríkjamenn? Kanadamenn? Íbúa utan Evrópu? Yrðu þeir ónæmir fyrir bakteríum í íslensku kjöti.

RUV og Eyjunni tóks að gera "ekki frétt" um að bakteríur gætu verið í kjöti að frétt um að íslenskar afurðir gætu sett í búa Evrópu í stórhættu. Fyrst og fremst íbúa Evrópu.  

Næstu fréttir verða vafalaust um hvað heimurinn er mikið á móti hvalveiðum Íslendinga þrátt fyrir að þær veiðar ættu samkvæmt ráðgjöf vísindamanna að vera sjálfbærar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.4.): 95
  • Sl. sólarhring: 222
  • Sl. viku: 2033
  • Frá upphafi: 1210819

Annað

  • Innlit í dag: 78
  • Innlit sl. viku: 1830
  • Gestir í dag: 77
  • IP-tölur í dag: 77

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband