Leita í fréttum mbl.is

Ólafur Þ. Stephensen sér ekki fátæktina sem evran veldur í ESB

Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri  Fréttablaðsins sér ekki þá fátækt og þá upplausn sem evran veldur í stórum hluta ESB-landanna. Hann neitar að viðurkenna þá hyldýpisgjá sem þessi mynt veldur í afkomu íbúa álfunnar þegar Þjóðverjar og fáeinir aðrir hagnast en jaðarlöndin búa við viðskiptahalla, skuldasöfnun og atvinnuleysi.

Ritstjórinn segir í forystugrein í dag að það fari ekki á milli mála að Evrópusambandið hafi lifað evrukrísuna af. Það er út af fyrir sig framför að ritstjórinn skuli viðurkenna að evran hafi verið í krísu. Það er auk þess öllum ljóst að ESB lafir og íbúafjöldinn er svipaður og áður. ESB-elítan lifir líka góðu lífi. Hin vegar búa tugir milljóna við fátækt af völdum atvinnuleysis og samdráttar í útgjöldum til velferðarmála. Þá eymd sér ritstjórin ekki.

Í ljósi þess að ritstjórinn hefur í áratugi barist fyrir því að Ísland gerist aðili að ESB hlýtur að teljast merkilegt að hann sé þeirrar skoðunar að sjávarútvegsstefna ESB sé ekki aðgengileg fyrir Íslendinga, réttara sagt: ekki að öllu leyti aðgengileg. En svo öllu sé til haga haldið í málflutningi ritstjórans þá skiptir þetta engu máli vegna þess að hann segir að ýmsir forystumenn ESB hafi lýst því yfir að ESB sé reiðubúið að finna lausnir til að gera Íslendinga hamingjusama í þessum efnum.

Ef einhver á erfitt á að átta sig á aðal- og aukaatriðum í umræðu um sjávarútvegsstefnuna skal bent á ágætan pistil Styrmis Gunnarssonar á Evrópuvaktinni.  Þar segir Styrmir:

Enginn getur mótmælt því að með aðild að ESB mundu formleg yfirráð yfir fiskimiðunum við Ísland færast til Brussel og allar formlegar ákvarðanir um nýtingu þeirra teknar þar. Enginn getur heldur mótmælt því að með aðild mundi samningsumboðið vegna deilistofna á Norður-Atlantshafi færast frá stjórnvöldum á Íslandi til Brussel. Enginn getur heldur neitað því að hugsanlegar undanþágur vegna fiskveiðistefnu ESB yrðu alltaf tímabundnar og aldrei varanlegar.

Þetta eitt og sér sýnir auðvitað að aðild Íslands að ESB er óhugsandi. 

Því má svo bæta við hér í lokin að líklega yrði það hagstæðara fyrir þá Evrópubúa sem nú búa við fátækt vegna evrunnar að Íslendingar haldi áfram að stjórna fiskveiðum við Íslandsstrendur og færa þeim mat en að óstjórn ESB á fiskimiðum sambandsins færist yfir landhelgi Íslands.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.4.): 93
  • Sl. sólarhring: 221
  • Sl. viku: 2031
  • Frá upphafi: 1210817

Annað

  • Innlit í dag: 77
  • Innlit sl. viku: 1829
  • Gestir í dag: 76
  • IP-tölur í dag: 76

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband