Leita í fréttum mbl.is

Atvinnuleysið á Ítalíu þjappar fjölskyldum bókstaflega saman

Sumum foreldrum finnst það kostur en öðrum galli: Atvinnuleysið þjappar fjölskyldunum saman í bókstaflegum skilningi. Meirihluti Ítala á aldrinum 18-34 ára býr heima hjá foreldrum sínum því unga fólkið hefur ekki efni á að búa sjálft vegna atvinnuleysisins. 

Þeim Ítölum fer stöðugt fjölgandi sem búa heima á hótel mömmu (og pabba?). Helst eru það ungir karlmenn sem ílendast hjá foreldrunum. Reyndar eru svo mikil brögð að þessu að foreldrar hafa dregið synina fyrir dómstóla þegar þeir eru enn hjá mömmu við fertugsaldurinn. Þannig hefur foreldrunum tekist með úrskurði dómara að koma ungu „drengjunum“ út á lífið.

Hér glímum við Íslendingar við önnur vandamál. Unga fólkinu liggur mun meira á að komast frá foreldrunum. Það helsta sem kemur í veg fyrir það hér á höfuðborgarsvæðinu er skortur á litlum íbúðum. Hér á landi er líka tiltölulega lítið atvinnuleysi í samanburði við það sem er í Suður-Evrópu, en á Ítalíu er atvinnuleysið 41,6% í aldurshópnum 15-24 ára.  


mbl.is Flestir búa hjá foreldrum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 370
  • Sl. sólarhring: 386
  • Sl. viku: 2133
  • Frá upphafi: 1186740

Annað

  • Innlit í dag: 335
  • Innlit sl. viku: 1880
  • Gestir í dag: 309
  • IP-tölur í dag: 303

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband