Leita í fréttum mbl.is

Ósigur ESB í Icesave-málinu staðfestur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir kröfur Hollendinga og Breta á hendur Tryggingasjóði innstæðueigenda nú staðfesta að rétt hafi verið staðið að Icesave-málinu og að engin krafa geti orðið á hendur ríkinu eða íslenskum skattgreiðendum. Þetta sé áminning um mikilvægi þess að ekki var fallist á upphaflegar kröfur þessara aðila í Icesave-málinu.

Krafan nú er þó á vissan h átt rökrétt niðurstaða af Icesave-dóminum fyrir um ári og þegar ljóst er að ekki er ríkisábyrgð á kröfunum halda Hollendingar og Bretar áfram með því að snúa sér að Tryggingasjóði innstæðueigenda.

Öll málssaga Icesave-innstæðnanna sýnir hversu mikilvægt það var fyrir Íslendinga að standa á rétti sínum og ekki samþykkja ríkisábyrgð á þessum innlánum. Þeir aðilar, svo sem Samfylkingin, sem helst knúði á um að Ísland gengi í ESB, vildu ólmir a ríkið tæki á sig ábyrgð á þessum netreikningum. Þau sjónarmið biðu skipbrot með Icesave-dóminum fyrir ári.

Ísland er því komið í gegnum brimskafl fjármálakreppunnar, það er tekið að lægja og lygn sjór framundan...... 


mbl.is Krafan er góð áminning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þökk sé okkur sem sögðu nei þrátt fyrir heimsendaáróður Samfylkingar og Vinstri grænna. Nú mega allir gleðjast yfir því að við stóðum föst á sannfæringu okkar og vissum betur en Jóka og hennar lið.

assa (IP-tala skráð) 10.2.2014 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 321
  • Sl. sólarhring: 373
  • Sl. viku: 2084
  • Frá upphafi: 1186691

Annað

  • Innlit í dag: 287
  • Innlit sl. viku: 1832
  • Gestir í dag: 265
  • IP-tölur í dag: 259

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband