Leita í fréttum mbl.is

Vilja að ESB verði sambandsríki

Fleiri íbúar ríkja Evrópusambandsins eru hlynntir því að sambandið þróist yfir í að verða að sambandsríki en þeir sem eru því andvígir samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem unnin var fyrir ESB og birt nýverið. Þannig eru 45% sammála því og þar af 34% frekar sammála og 11% mjög sammála. Rúmur þriðjungur, eða 35%, er því hins vegar andvígur og þar af 22% frekar andvíg og 13 mjög andvíg.

 

Þetta kemur fram á mbl.is. Þar segir ennfremur:  

Ennfremur eru samkvæmt könnuninni 63% hlynnt því að Evrópusambandið komi sér upp einni utanríkisstefnu en 27% eru því andvíg. 73% eru að sama skapi hlynnt því að sambandið fái sameiginlega öryggis- og varnarstefnu en 19% á móti því. Meirihluti er einnig jákvæður í garð evrunnar eða 52% en 41% eru henni andvíg.

Hvað mest andstaða er við evruna í þeim ríkjum Evrópusambandsins sem ekki hafa tekið hana upp eins og í Bretlandi, Svíþjóð, Tékklandi og Danmörku þar sem andstaðan er á bilinu 65-74%. Mestur stuðningur er hins vegar við evruna í Slóvakíu, Slóveníu og Lúxemborg eða 78-79%. Meirihluti Íslendinga er einnig jákvæður í gerð evrunnar eða 54% á móti 41%.

Þá er meirihluti íbúa Evrópusambandsins á móti frekari stækkun sambandsins ef horft er til meðaltalsins. Rúmur helmingur, eða 52%, eru á móti fjölgun ríkja Evrópusambandsins og 37% því hlynnt. 48% Íslendinga eru hlynnt frekari stækkun sambandsins á móti 40% sem eru því andvíg.

Um er að ræða svokallaða Eurobarometer-skoðanakönnun ESB sem gerð er tvisvar sinnum á ári. Sá hluti sem fjallar um Ísland er unninn fyrir sambandið af Capacent. 

mbl.is Vilja að ESB verði sambandsríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 217
  • Sl. sólarhring: 282
  • Sl. viku: 1721
  • Frá upphafi: 1160386

Annað

  • Innlit í dag: 191
  • Innlit sl. viku: 1506
  • Gestir í dag: 184
  • IP-tölur í dag: 182

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband