Leita í fréttum mbl.is

ESB segir Íslendinga ekki vilja ganga í sambandið

Fleiri Íslendingar telja að innganga í Evrópusambandið yrði Íslandi ekki til hagsbóta en þeir sem telja að svo yrði samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var fyrir sambandið og birtar voru á dögunum. 48% telja að innganga í ESB hefði slæm áhrif á hagsmuni Ísland en 40% að hún hefði góð áhrif. Í sömu könnun var einnig spurt hvort gott væri fyrir Ísland að ganga í sambandið og þá svarar þriðjungur því jákvætt, þriðjungur neikvætt og um þriðjungur hvorki neikvætt né jákvætt.
 
Þetta kemur fram á mbl.is. Þar segir ennfremur: 

 

Sömuleiðis er spurt um ímynd ESB og telja 38% Íslendinga hana vera góða samkvæmt könnuninni. Þar af 33% frekar góða og 5% mjög góða. 24% telja ímynd sambandsins hins vegar vera frekar slæma og 8% mjög slæma. Meðaltalið innan ESb er svipað. 31% telja ímynd sambandsins góðan en 28% telja hana slæma. Verst er álitið á ESB meðal íbúa Grikklands og Kýpur.

Þá telja 38% Íslendinga að mál séu á leið í rétta átt innan ESB og 35% að þau séu á rangri leið. Sé horft til meðaltals íbúa sambandsins eru þeir mun svartsýnni í þeim efnum. Þannig telja 47% þeirra að þróunin innan ESB sé á rangri leið en 26% að hún sé á leið í rétta átt. 47% Íslendinga telja hins vegar að hlutirnir séu á réttri leið hér á landi á sama tíma, og hefur fækkað mjög, en 43% telja svo ekki vera.

Fleiri Íslendingar treysta hins vegar ekki ESB samkvæmt könnuninni en þeir sem það gera. 49% treysta ekki sambandinu en 40% bera traust til þess. Miðað við meðaltal íbúa ESB treysta þeir sambandinu hins vegar verr ef marka má niðurstöðurnar. 58% þeirra treysta ESB ekki á meðan 31% treysta sambandinu.

Um er að ræða svokallaða Eurobarometer skoðanakönnun ESB sem gerð er tvisvar sinnum á ári. Sá hluti sem fjallar um Ísland er unninn fyrir sambandið af Capacent. 

mbl.is Telja aðild að ESB ekki til hagsbóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 65
  • Sl. sólarhring: 232
  • Sl. viku: 2038
  • Frá upphafi: 1182802

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 1781
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 61

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband