Laugardagur, 15. febrúar 2014
Uppgefinn Þorsteinn Pálsson biðlar til Ólafs Ragnars
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, er kominn á þá skoðun að líklegt sé að umsóknin að ESB verði nú dregin til baka. Hans helsta von virðist vera sú að málið verði sett í lagabúning sem forsetinn muni vísa til þjóðarinnar.
Þetta er nýstárleg nálgun hjá Þorsteini í Fréttablaðinu í dag, en sýnir jafnframt að hann er orðinn úrkula vonar um að honum og öðrum ESB-aðildarsinnum muni takast það ætlunarverk sitt að þvinga Ísland áfram í aðlögunarviðræður.
Þorsteinn minnir réttilega á að helstu andstæðingar Evrópusambandsaðildar hafi þyngt kröfuna um slit á aðildarviðræðum. Heimssýnarfólk tekur heilshugar undir það með Þorsteini.
Þorsteinn nefnir réttilega að rökrétt sé að Alþingi stöðvi aðlögunarferlið formlega fyrst það setti ferlið af stað.
Þorsteinn nefnir einnig réttilega að yfirlýsing Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Viðskiptaþingi í vikunni um að ekki kæmi til greina að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna bindi ríkisstjórnina í heild.
Þorsteinn Pálsson er hins vegar úti á þekju þegar hann gefur í skyn að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gefið loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrri hluta kjörtímabilsins. Samþykktir landsfundar Sjálfstæðisflokksins voru loforð um að halda Íslandi utan ESB og að undir engum kringmstæðum yrði haldið áfram með aðildarviðræður nema að þjóðin yrði spurð fyrst. Það var varnagli til þess að koma í veg fyrir að Alþingi gæti tekið upp á því að fara í viðræður við jafn undarlegar kringumstæður og voru sumarið 2009 þegar Alþingi samþykkti að fara í viðræður þótt meirihluti þess væri í raun á móti aðild.
Það er kominn tími til að Íslendingar láti ekki óþarfa orku fara í þessa ESB-umræðu.
Lengi vel kvörtuðu aðildarsinnar yfir því að Íslendingar væru ekki nógu vel upplýstir um stöðu mála í ESB. Nú hefur verið látlaus upplýst umræða um ESB-mál í meira en áratug. Jafnvel í tvo áratugi með hléum. Íslendingar eru því orðnir eins upplýstir og hægt er að ætlast til.
Þá heyrist frá ESB-forystunni að ESB-málin séu svo flókin að í raun ætti bara að láta útvöldum embættismönnum og sérfræðingum eftir að taka ákvarðanir um örlög þjóða í þessum efnum. ESB-sinnar hér á landi hafa þvílíka vantrú á getu Íslendinga að þeir hefðu líklega gert sig ánægða með að embættismenn, stjórnmálamenn og sérfræðingar ESB-landa hefðu ákveðið hvernig tekið yrði á fjármálakreppunni hér á landi. Og í nafni jafnaðar og bræðralags hefðum við þá átt að taka á okkur, ekki bara Icesave, heldur miklu stærri hluta af skuldum bankanna. Og þiggja svo ölmusustyrki frá ESB.
Þá er líklega komið gott í þessum efnum. Látum þessu lokið.
Förum að snúa okkur að uppbyggilegri efnum.
Nýjustu færslur
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
- Fyrrverandi dómari gengur erinda Evrópusambands
- Myrkur og óöld
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 210
- Sl. sólarhring: 273
- Sl. viku: 2579
- Frá upphafi: 1165207
Annað
- Innlit í dag: 184
- Innlit sl. viku: 2207
- Gestir í dag: 173
- IP-tölur í dag: 171
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fegin yrði ég ef þessum viðræðum yrði endanlega slitið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2014 kl. 11:36
Það á að ljúka málinu eins og til þess var stofnað; með þingsályktun.
Vilji menn síðan eindregið í ESB kjósa þeir bara Samfylkinguna næst.
Kolbrún Hilmars, 15.2.2014 kl. 14:32
Mikið rétt Kolbrún, Samfylkingunni var hafnað í síðustu kosningum, það er samasem merki þar á milli og umsóknarinnar um ESB.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2014 kl. 15:22
Ætli það séu ekki of margir ESB sinnar sem vilja breyta stefnu annarra flokka innanfrá. Viðkomandi ættu frekar að sameinast á einum stað - hjá SF - og sleppa því að eyðileggja aðra flokka eins og gert var hjá VG.
Kolbrún Hilmars, 15.2.2014 kl. 16:56
Sammála, en svo á fólk að þora að brjóta upp stjórnmálin og prófa eitthvað af nýju framboðunum, það er það besta fyrir lýðræðið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2014 kl. 17:28
Alþingi "samþykkti" aðildarumsókn. Engin lög voru sett við þá samþykkti svo forsetinn þyrfti eki að koma að henni. Því ætti ekki að þurfa nein lög eða aðkomu forsetans við afturköllun umsókanarinnar.
Hitt gæti hins vegar verið spurning hvort rétt hafi verið að þessu máli staðið, sumarið 2009. Hefði kanski átt að setja um umsóknina lög? Þá hefði forsetinn þurft að samþykkja þau lög og líkegt að hann hefði borið þau undir ákvörðun þjóðarinnar.
Samkvæmt skrifum Þorsteins, má ætla að rangt hafi verið að umsókninni staðið, að málið allt hafi í raun verið án umboðs og því lögleysa frá upphafi til enda.
Það væri þarft verkefni fyrir lögspekinga að skoða þennan þátt málsins og komist þeir að því að Þorsteinn hafi eitthvað til síns máls þarf ekki að ræða málið frekar. Einungis að senda ESB tilkynningu um að síðasta ríkisstjórn hafi haft sambandið að fífli!!
Gunnar Heiðarsson, 16.2.2014 kl. 08:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.