Leita í fréttum mbl.is

Atvinnuleysi eykst í Grikklandi í 28%

Nýjustu tölur benda til að atvinnuleysi sé enn að aukast í Grikklandi. Það er var fyrir áramótin komið í 28% sem er það mesta sem mælst hefur hingað til. Það felur í sér að 1,4 milljónir Grikkja á vinnumarkaði eru án atvinnu. Atvinnuleysi meðal aldurshópsins frá 15 til 24 ára er 61,4%.
 
Þrátt fyrir að reiknað sé með að hagvöxtur verði 0,6% á þessu ári er búist við því að atvinnuleysi í Grikklandi muni aukast á árinu.
 
Þetta er tekið héðan: Europaportalen.  
 
Og hver skyldi svo vera ein meginástæðan fyrir vandræðunum í Grikklandi? Líklega þarf ekki að taka það fram fyrir þeim sem lesa reglulega pistla á Heimssýnarblogginu. Fyrir aðra skal minnt á að evrusamstarfið olli hefðbundnum markaðsbrestum sem leiddu til þess að Grikkir fengu lán á mun lægri vöxtum en ástæða var til. Fyrir vikið varð skuldasöfnun mun meiri en ella. Auk þess kom gengissamstarfið í veg fyrir hefðbundna verðaðlögun í utanríkisviðskiptum í gegnum gengi þegar Þjóðverjum tókst að halda verðum á útflutningsafurðum lægri en í á jaðarsvæðum evrunnar. Fyrir vikið töpuðu Ítalir, Grikkir og aðrar jaðarþjóðir í samkeppninni við Þjóðverja - og söfnuðu enn meiri skuldum. Af því leiddi minni framleiðsla og meira atvinnuleysi og afkoma hins opinbera snarversnaði. Auðvitað kom fleira til, en ofangreind atriði skiptu verulegu máli.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 205
  • Sl. sólarhring: 290
  • Sl. viku: 1709
  • Frá upphafi: 1160374

Annað

  • Innlit í dag: 180
  • Innlit sl. viku: 1495
  • Gestir í dag: 173
  • IP-tölur í dag: 171

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband