Leita í fréttum mbl.is

Stórhættuleg verðhjöðnun á Spáni

Það átta sig ekki allir á því að of lítil verðbólga getur verið stórlega varasöm því ef hún er of lítil er það til marks um að allt of lítill gangur er í efnahagslífinu með tilheyrandi hættu á vaxandi atvinnuleysi. Spánverjar eru nú að glíma við þetta ástand: verðhjöðnun, atvinnuleysi og skuldabasl.

Fram kemur í meðfylgjandi frétt að verðbólga á Spáni mældist 0,2% síðustu 12 mánuði. Þetta þýðir í raun að það er stórhættuleg verðhjöðnun í gangi á Spáni vegna þess að mæld verðbólga er ekki nema nálgun á raunverulegar verðbreytingar. Neytendur leita alltaf að hagstæðustu verðum og því er raunveruleg verðbólga miðað við raunverulega neyslu allra um það bil hálfu prósenti minni en mælingar sýna vegna þess að verðkannanir ná ekki að elta raunverulega neyslu. Niðurstöður rannsókna hafa ítrekað sýnt þetta.

Miðað við þetta hefur verðhjöðnun verið í gangi á Spáni síðasta árið. Hið mikla og viðvarandi atvinnuleysi er svo í takt við það.

 

 


mbl.is Verðbólga ekki minni í 50 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 367
  • Sl. viku: 1945
  • Frá upphafi: 1184352

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 1673
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband