Leita í fréttum mbl.is

ESB-skýrslan: Hrikalegur lýðræðishalli í ESB

Í viðauka með skýrslu Hagfræðistofnunar um ESB er fjallað sérstaklega um hinn mikla lýðræðshalla sem einkennir ESB og stofnanir þess og undirstrikað að hann sé alveg sérstakt vandamál.
 
Viðaukinn er skrifaður af  Dr. Maximilian Conrad, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, og er á ensku. Þar segir hann m.a. (í lauslegri þýðingu): Það eru ekki neinar ýkjur að segja að samband lýðræðis og ESB er sérstakt vandamál (It is no exaggeration that the relationship between democracy and the EU can be described as problematic.)
 
Í þessari um það bil 30 síðna skýrslu er nánst minnst á lýðræðishallann á hverri síðu, enda hefur hann verið alveg sérstakt viðfangsefni stofnana ESB. Nægir að minna á þær ESB-kosningar sem framudan eru, en þar hafa forystumenn ESB af því nokkrar áhyggjur að þátttakan verði vart meira en 20-30 prósent.
 
Sem dæmi um lýðræðishalla má nefna starfsemi Seðlabanka Evrópu. Þar eru ekki fundargerðir birtar um vaxtaákvarðanir eins og gert er í Bretlandi, Svíþjóð, hér á landi og víðar.
 
Innsæi almennings og kjörinna fulltrúa með því sem er að gerast í Seðlabanka Evrópu er afar lítið. Samt aukast völd Seðlabanka Evrópu, fyrst og fremst vegna þess að hann tekur sér þau sjálfur.
 
Þannig er nú lýðræðið í ESB.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 242
  • Sl. sólarhring: 261
  • Sl. viku: 2177
  • Frá upphafi: 1184584

Annað

  • Innlit í dag: 214
  • Innlit sl. viku: 1877
  • Gestir í dag: 198
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband