Leita í fréttum mbl.is

Umsóknarferlið var á fölskum forsendum

Skýrsla Hagfræðistofnunar um ESB sýnir að umsóknarferlið sem fyrrverandi ríkisstjórn lagði í án þess að spyrja þjóðina var á fölskum forsendum. Jóhanna, Össur, Steingrímur, Árni Páll og fleiri sögðu ekkert mál að klára þessar viðræður á einu til einu og hálfu ári. Það sýndi sig hins vegar að ESB ræður algjörlega ferðinni, enda voru þetta engar venjulegar samningaviðræður heldur aðlögunarferli að ESB.
 
Jafnframt kemur í ljós að stækkunarferli ESB var breytt þannig að ESB gæti náð þvingunartaki á viðræðuríkjum. Slíkum ráðum beitti ESB til að reyna að þvinga okkur til hlýðni bæði varðandi Icesave og makrílveiðar.  
 
Frétt mbl.is um þetta er hér: 
 
 
 

Strax varð ljóst að Ísland fengi enga sérstaka meðferð þannig að það gæti stytt sér leið í aðildarferlinu. Ný stefna Evrópusambandsins í stækkunarmálum sem innleidd var árið 2006 hafði mikil áhrif á gang viðræðnanna og tók aðildarferlið í upphafi aðra stefnu en vonast hafði verið til.

Þetta kemur fram í viðauka Ágústs Þórs Árnasonar, aðjúnkts við lagadeild Háskólans á Akureyri, við Evrópuskýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.

Ágúst Þór segir að aðildarferlið hafi sætt gagnrýni bæði fræðimanna og stjórnmálamanna fyrir að vera þungt og ófyrirsjáanlegt. Í greininni segir hann að nýja stækkunarstefnan hafi haft í för með sér strangari skilyrðasetningu sem átti eftir að hafa mikil áhrif á aðildarferlið með innleiðingu á opnunar- og lokunarviðmiðum.

Hann segir að árið 2006 hafi verið opnað fyrir möguleikann á því að setja opnunar- og lokunarviðmið í einstökum köflum viðræðna við umsóknarríki Evrópusambandsins.

Ágúst Þór Árnason, aðjúnkt við lagadeild Háskólans á Akureyri.

Ágúst Þór Árnason, aðjúnkt við lagadeild Háskólans á Akureyri.

Þá hafi aðildarríki sambandsins fengið aukin tækifæri til að þrýsta á um lausn tvíhliða deilumála við umsóknarríki.

Þessi breyting hafi verið gagnrýnd fyrir að valda því að aðildarferlinu geti verið haldið í gíslingu til að þjóna hagsmunum einstakra aðildarríkja.

Eðlilegt að endurmeta stöðuna

„Eins og alkunna er komu tvíhliða deilur við sögu í tilfelli Íslands. Þannig lýstu Hollendingar því yfir sumarið 2010, um það leyti sem ákveðið var að hefja aðildarviðræður við Ísland, að þeir myndu tefja aðildarferlið leystist Icesave-deilan ekki í samræmi við kröfur þeirra.

Þá voru deilur um skiptingu makrílkvótans taldar hafa áhrif á stöðu sjávarútvegskaflans og vera meðal þess sem tafði aðildarviðræðurnar,“ segir í grein Ágústs Þórs.

Því hafi það verið bæði eðlilegt og nauðsynlegt að staldra við og endurmeta stöðuna. 

 


mbl.is Ísland gat ekki stytt sér leið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 53
  • Sl. sólarhring: 473
  • Sl. viku: 2486
  • Frá upphafi: 1176177

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 2254
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 47

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband