Leita í fréttum mbl.is

Við hvað var Össur lafhræddur?

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Gunnar Braga Sveinsson, núverandi utanríkisráðherra, og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra vera lafhrædda við þjóðaratkvæðagreiðslu. Kannski lítur Össur þarna af lítillæti sínu í eigin barm.

Við hvað var Össur sjálfur lafhræddur sumarið 2009 þegar hann keyrði í gegn og ofan í kokið á Vinstri grænum samþykkt Alþingis um að sækja skyldi um aðild að ESB? Hvað óttaðist hann þá við að leyfa aðkomu þjóðarinnar að þeirri ákvörðun?

Össur hefur sjálfsagt oftar fundið til hræðslu vegna vilja þjóðarinnar en margir aðrir, t.d. í sambandi við Icesave-kosningarnar á sínum tíma þegar þjóðin hafnaði því að skattgreiðendur og afkomendur þeirra yrðu gerðir ábyrgir fyrir skuldum einkabanka.

Össur reynir einnig að gera Sjálfstæðisflokknum upp skoðanir. Hann veit vel að það eru flokkssamþykktir og stjórnarsáttmálar sem gilda þegar kemur að stefnu ríkisstjórna. Ætlar hann algjörlega að líta fram hjá þeirri staðreynd að í samþykktum flokkanna og stjórnarsáttmálanum er hvergi verið að lofa neinni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Össur er oft laginn í því að koma fyrir sig orði og jafnvel að leggja öðrum orð í munn. En stundum skýtur hann dálítið hátt yfir markið - og gerir það jafnvel alveg óttalaus. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Og af hverju er Össur (og Jóhanna og Steingrímur) ekki kominn fyrir dómstóla, bæði vegna óheilinda og ósanninda í embætti,  óleyfisumsóknarinnar og ICESAVE?  Hann faldi skýrslu hliðholla Íslandi í ICESAVE-málinu, frá Mishcon de Reya.  Eftirfarandi eru 3 fréttir og skýringar um það: 1. Í  mbl.is.  2. Í  Moggabloggi.  3. Í Icenews: Uproar in Iceland's parliament over allegedly suppressed Icesave documents.

Elle_, 19.2.2014 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 392
  • Sl. sólarhring: 398
  • Sl. viku: 2155
  • Frá upphafi: 1186762

Annað

  • Innlit í dag: 355
  • Innlit sl. viku: 1900
  • Gestir í dag: 328
  • IP-tölur í dag: 322

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband