Leita í fréttum mbl.is

Össur hringsnýst í umrćđum um sérlausnir ESB

Ţađ er athyglisvert ađ fylgjast međ ummćlum fyrrverandi utanríkisráđherra, Össurar Skarphéđinssonar, eftir útkomu á skýrslu Hagfrćđistofnunar. Í viđtali viđ DV segir hann ađ umrćđa í skýrslu Hagfrćđistofnunar um sérlausnir sé eitthvert nýmćli. Svo er alls ekki.

Nákvćmlega sama kemur fram í viđtali viđ Stefán Má Stefánsson lagaprófessor í vefritinu neiesb.is fyrir tćpu ári síđan. Reyndar hefur Össur tekiđ ţátt í umrćđu um undanţágur og sérlausnir ESB oftsinnis í gegnum tíđina ţannig ađ ţađ kemur sérstaklega á óvart ađ hann skuli telja ţetta eitthvađ nýtt nú. 

Í viđtalinu frá 20. mars 2013 viđ neiesb.is segir Stefán Már Stefánsson: 

„Ég bendi á ađ stefnan í sjávarútvegs- og landbúnađarmálum er sameiginleg, ţar sem Evrópusambandiđ fer eitt međ óskiptar valdheimildir, ólíkt mörgum öđrum stefnum Evrópusambandsins sem ţađ deilir međ ađildarríkjunum eins og t.d. á sviđi innri markađarins. Ţetta er grundvallaratriđi. Af ţví leiđir ađ Evrópusambandiđ á mjög erfitt međ ađ gefa undanţágur á ţessu sviđi, einkum varanlegar undanţágur“, sagđi Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor og sérfrćđingur í Evrópurétti viđ Háskóla Íslands í samtali viđ neiesb.is.

„Evrópurétturinn gerir ráđ fyrir bćđi varanlegum og tímabundnum undanţágum. Hann gerir líka ráđ fyrir ţví ađ ESB reglur séu settar eđa ţeim beitt í ţágu einstakra ríkja eđa tiltekinna svćđa. Ţessu má ekki rugla saman.“.

Sérlausnir Möltu frá sjávarútvegsstefnunni eru oft teknar sem dćmi af um ađ hćgt sé ađ semja um undanţágur. „Í tilviki Möltu er um ađ rćđa sérlausn í ţágu einstaks ríkis í sjávarútvegsmálum, en ekki varanlega undanţágu frá reglum Evrópusambandsins. Evrópusambandiđ getur síđar breytt ţessum lögum međ sama hćtti og ţađ getur breytt öđrum lögum Sambandsins. Varanlegar undanţágur, ţ.e. reglum sem ekki verđur breytt nema međ samţykki viđkomandi ađildarríkis, eru ansi fátíđar, og eru ţćr líklegri í ţeim tilvikum ţegar ríki eru ţegar komin inn í Evrópusambandiđ og Evrópuréttur er ađ taka breytingum.“

„Ţađ er ákveđiđ áhyggjuefni ef ţessum atriđum er ruglađ saman og niđurstađan ekki skýr ţegar ađildarsamningur liggur fyrir. Ţess vegna er afar brýnt ađ menn átti sig á ţví ađ ekki er um varanlega undanţágu ađ rćđa nema ađ tekiđ sé skýrt fram í ađildarsamningi ađ undanţágan sé varanleg og ađ henni sé ekki unnt ađ breyta nema međ samţykki viđkomandi ríkis.“, segir Stefán og bćtir viđ ađ dćmi um
ţetta séu lausnir varđandi sjávarútvegsstefnuna sem mátti finna í ađildarsamningi Noregs frá 1994 ,sem var felldur í ţjóđaratkvćđagreiđslu. „Ţegar grannt var skođađ ţá reyndust ţćr lausnir sem um var samiđ ekki fela í sér varanlegar undanţágur frá sjávarútvegsstefnunni.“.

“Viđ ađild ađ ESB verđur ríki ađ gangast undir löggjöf ESB. Ţetta er sameiginlegt kerfi sem ađildarríkin hlíta. Sá sem óskar ađildar verđur í ađalatriđum ađ gangast undir allar reglur, löggjöf og afleidda löggjöf, dómaframkvćmd og ađrar réttarheimildir sem Evrópusambandiđ byggir á.“

Reglur Evrópuréttarins njóta forgangs fram yfir löggjöf ađildarríkjanna á ţeim sviđum sem hann gildir á.
„Sambandslöggjöfin hefur forgang fram yfir löggjöf ađildarríkjanna, ţar á međal stjórnarskrár ţeirra. Á hinn bóginn verđur ađ taka fram ađ ţessi forgangur hefur ákveđin takmörk. Evrópusambandiđ verđur algjörlega ađ starfa eftir stofnsáttmálum sínum, og má ekki taka sér neitt ţađ vald sem ekki greinir í ţeim“. Umdeilanlegt er hvort svo hafi veriđ gert í öllum tilvikum.

„Međ Evrópusambandsađild framselja ađildarríki fullveldi sitt til ESB á ţeim sviđum sem Evrópurétturinn tekur til og ađ ţví marki sem hann áskilur. Ţađ er alveg skýrt ađ ţađ verđur ekki hćgt ađ ganga í ESB ađ óbreyttri stjórnarskrá“. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 333
  • Sl. sólarhring: 373
  • Sl. viku: 2096
  • Frá upphafi: 1186703

Annađ

  • Innlit í dag: 299
  • Innlit sl. viku: 1844
  • Gestir í dag: 277
  • IP-tölur í dag: 271

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband