Leita í fréttum mbl.is

Las Katrín ekki um félagsmálin í ESB-skýrslunni?

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi áðan að það vanti umræðu um hinn félagslega þátt í skýrslu Hagfræðistofnunar, svo sem um stöðu ungs fólks. Það er þó fjallað ítarlega um vissa þætti félagsmála í skýrslunni, bæði í aðalskýrslunni og svo í viðauka IV um horfur í efnahagsmálum. Umsjónarmaður Heimssýnarbloggsins getur tekið undir með Katrínu að það þarf að halda bágri félgaslegri aðstöðu fjölmennra hópa í Evrópu hærra á lofti, en í viðauka IV segir m.a.:
  
Mikill munur er á vinnutíma karla og kvenna, en hátt hlutfall hlutastarfa í Bretlandi, Þýskalandi og Hollandi má að hluta til rekja til þess að breskar, þýskar og hollenskar konur hafa unnið færri stundir á viku en kynsystur þeirra í öðrum löndum Evrópu. Þetta á sérstaklega við um Holland þar sem meðaltal vinnustunda karla á mánuði var rúmlega 40% hærra en hjá konum árið 2012. 
 
Enn fremur segir: 
 
Miðgildi vergs tímakaups kvenna var 14,4% lægra en karla í öllum ríkjum  Evrópusambandsins árið 2006. Munurinn dróst saman um 0,4 prósentustig fram til ársins 2010. Staðan er misjöfn eftir löndum og til að mynda var miðgildi vergs tímakaups kvenna hærra en karla í Slóveníu og Lúxemborg árið 2010. Í fjórum löndum var munurinn hins vegar meiri en 20% bæði ár, það er í Bretlandi, Austurríki, Eistlandi og á Kýpur, en Malta, Lúxemborg, Slóvenía og Ítalía voru einu ríkin þar sem munurinn var minni en 6% bæði ár. Árið 2010 var munurinn á miðgildi vergs tímakaups kvenna og karla minni alls staðar á Norðurlöndum en innan Evrópusambandsins, ef Finnland er undanskilið. Í Finnlandi var munurinn 18,6% en annars staðar á Norðurlöndum var munurinn nálægt 10%. Að sama skapi eru vinnandi konur í Evrópusambandinu líklegri til þess að vera undir lágtekjumörkum. Árin 2006 og 2010 var um 21% vinnandi kvenna skilgreint sem lágtekjufólk, en það gilti einungis um 13% karla.
 
Og enn fremur:
 
Aukið atvinnuleysi meðal ungs fólks í Evrópu hefur einmitt verið sérstakt áhyggjuefni. Árið 2012 var atvinnuleysi meðal ungmenna (einstaklinga yngri en 25 ára) í aðildarríkjum Evrópusambandsins 23%. Frá árinu 1999  og til ársins 2008 var dreifing atvinnuleysis ungmenna í ESB15 ríkjunum nokkuð stöðug, að jafnaði á bilinu 5% til 25%, en síðan hefur sundurleitni aukist til muna, og árið 2012 var það á bilinu 8,1% til 55,3%. Atvinnuleysi ungmenna var meira en 25% í 13 aðildarríkjum Evrópusambandsins og einungis minna en 10% í Þýskalandi, Austurríki og Hollandi. Eðlilega helst atvinnuleysi ungmenna í hendur við almennt atvinnuleysi tiltekins ríkis. Því ætti ekki að koma á óvart að atvinnuleysi meðal ungmenna í Grikklandi og á Spáni er sér á báti. Árið 2012 var atvinnuleysi ungmenna á Spáni 53,2%, en rúmum tveimur prósentustigum hærra í Grikklandi, eða 55,3%. Atvinnuleysi var einnig mikið í öðrum löndum þar sem hagvöxtur var veikur eins og á Ítalíu, í Portúgal og Slóveníu. 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson eru gegnumgangandi, algerlega ósamkvæm sjálfum sér í gegnum árin.

Þau bæði eru hreint og beint vandræðaleg í sínum blekkingartangó.

Það virðist hins vegar ekki vera þeim sjálfum ljóst, hvernig þau eru búin að gjaldfella trúverðugleika sinn á síðustu árum, og gera enn.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.2.2014 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 174
  • Sl. sólarhring: 286
  • Sl. viku: 1937
  • Frá upphafi: 1186544

Annað

  • Innlit í dag: 147
  • Innlit sl. viku: 1692
  • Gestir í dag: 137
  • IP-tölur í dag: 137

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband