Leita í fréttum mbl.is

Unnur Brá segir engar varanlegar undanþágur í sjávarútvegsmálum

UnnurBraKonrads

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, rakti í ræðu sinni á þingi í morgun ítarlega hvernig háttað hefur verið undanþágum og sérlausnum í samskiptum ESB og aðildarríkjanna. Fram kom hjá Unni að ESB hefði ekki veitt neinar varanlegar undanþágur í sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum.

Varðandi tímabundnar undanþágur sagði Unnur Brá að ESB hefði í valdi sínu að láta þær falla undir regluverk að undanþágutímabili liðnu.

Varðandi sérstakar breytingar á reglum ESB í þágu einstakra ríkja bandalagsins sagði Unnur að þar væri um að ræða málaflokka sem væru þess eðlis að þar væri t.d. um að ræða tímabundnar aðgerðir til að halda byggð á svæðum en aldrei um stóra og veigamikla málaflokka eins og sjávarútvegsmál.

Lesendur eru hvattir til þess að lesa ræðu Unnar Brár þegar hún birtist á vef Alþingis því þar var um mjög greinargott yfirlit að ræða um undanþágur og sérlausnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Af hverju snýst mál ESB-sinna/samfylkingarmanna alltaf um fáránlegar undanþágur fyrir land sem er nú þegar fullvalda?  Nú, vegna þess að það eru einu rökin þeirra fyrir fullveldisframsali landsins og fiskimiðanna fyrir dýrðarsambandið þeirra.  Þau bara geta ekki skilið að allar undanþágur Brussel skipta bara engu einasta máli fyrir fullvalda ríki.

Elle_, 20.2.2014 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 18
  • Sl. sólarhring: 452
  • Sl. viku: 1773
  • Frá upphafi: 1162225

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 1587
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband