Leita í fréttum mbl.is

Það er líf fyrir utan ESB

Unga fólkið vill ekki vera í ESB, eins og meðfylgjandi og fleiri ályktanir bera með sér. Það er nefnilega líf fyrir utan ESB. 
 
Aðildarsinnar eru skiljanlega óhressir með að draga eigi umsókn um aðild að ESB til baka og það er athyglisvert að sumir þeirra eru komnir í sama hræðsluáróðursgírinn og hefur mátt merkja við umræður erlendis.
 
Frægt er þegar danskur stjórnmálamaður hélt því fram fyrir evrukosninguna í Danmörku fyrir rúmum áratug að ef Danir myndu ekki samþykkja að taka upp evruna þá myndu erlend skip hætta að sigla í danskar hafnir.
 
Jafnframt eru fræg ummæli Thorbjörns Jaglands, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, að það hefði mjög alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag Noregs ef Norðmenn samþykktu ekki aðildarsamning við ESB á sínum tíma.
 
Og nú eru aðildarsinnar farnir í gang með hræðsuáróður um að EES-samningurinn verði ekki pappírsins virði ef við drögum umsóknina til baka.
 
Svona hræðsuáróður var viðbúinn. ESB-aðildarsinnar hafa haft slíkt í frammi við ýmis tækifæri. En það er rétt að muna að það hefur verið, er og mun verða líf fyrir utan ESB.
 
Það er ekkert náttúrulögmál að allar Evrópuþjóðir þurfi að vera í ESB. Það gengur ágætlega hjá Sviss og Noregi - og hlutir eru að þróast í rétta átt hér á landi.

mbl.is Fagna því að umsóknin sé dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er eitthvað frá sambandinu sjálfu, sem ætti að fá hár aðildarsinna til að rísa:

http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/20110725_understanding_enlargement_en.pdf

Hefur enginnþeirra reymt að kynna sér þessi mál? Maður spyr sig bara.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.2.2014 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 287
  • Sl. sólarhring: 356
  • Sl. viku: 1870
  • Frá upphafi: 1162039

Annað

  • Innlit í dag: 266
  • Innlit sl. viku: 1681
  • Gestir í dag: 254
  • IP-tölur í dag: 254

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband