Leita í fréttum mbl.is

Afturköllun umsóknar er hið eina rétta í stöðunni

Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og flokkar þeirra hafa sýnt mikinn styrk með því að taka ákveðið og örugglega á ESB-málinu. Umsóknin verður afturkölluð.  Það er það eina rétta í stöðunni miðað við vilja þjóðarinnar gagnvart inngöngu og stefnu stjórnarflokkanna sem nýtur mikils meirihlutastuðnings.
 
Það eru nokkur atriði sem skipta miklu í þessu máli: 

  • Meirihlutavilji til aðildar er grundvallarforsenda umsóknarferlis. Hann vantar hjá almenningi og ríkisstjórnarflokkum.
  • Skýrsla Hagfræðistofnunar sýnir meðal annars að það eru engar varanlegar undanþágur í boði í sjávarútvegi og landbúnaði. Engin fordæmi eru um slíkt. Sérlausnir eru hugsanlegar, en þá aðeins tímabundnar eða háðar ströngum skilyrðum og vilja ESB sem allt gæti breyst í framtíðinni.
  • Aðeins var búið að loka 11 af 33 samningsköflum á 4 árum - allir erfiðustu kaflarnir eftir. Það átti bara að taka í mesta lagi 18 mánuði að klára ferlið sögðu Samfylkingin og Vinstri græn.
  • Verulegir efnahagserfiðleikar eru í ESB með miklu atvinnuleysi. Litlum hagvexti er spáð í ESB á næstunni og myntsamstarfið hefur átt í verulegum erfiðleikum eins og sést á áhrifum þess á gífurlegt ójafnvægi í viðskiptum á milli evrulandanna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður pistill.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2014 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 338
  • Sl. viku: 2617
  • Frá upphafi: 1182201

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 2292
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband