Leita í fréttum mbl.is

Jón Steinar um fullveldi Íslands

Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðingur ritar grein um fullveldi Íslands sem Morgunblaðið birtir á síðu 23 í dag. Þar segir Jón Steinar:

Það er stundum sérkennilegt að fylgjast með umræðum um viðfangsefni stjórnmála á Íslandi. Þessa dagana eru menn uppteknir af umræðum um aðildarumsókn að ESB og afturköllun hennar. Þá ber margt á góma og ekki allt mjög skynsamlegt.


Í mínum huga eru meginatriði málsins þessi:

1. Orðið samningaviðræður hefur þá merkingu í málinu að tveir eða fleiri menn freisti þess að ná samkomulagi sín á milli um efnisatriði í lögskiptum sínum. Það tilheyrir efni þessa hugtaks að báðir samningsaðilar geti haft áhrif á það hver þessi efnisatriði skuli verða. Engar samningaviðræður í þessum skilningi hafa staðið yfir við ESB. Viðræður hafa staðið yfir um það hversu hratt við Íslendingar getum lögleitt reglur ESB sem við höfum engin efnisleg áhrif á. Menn ættu ekki að gera því skóna að Evrópuríkið sé líklegt til að láta okkur 300 þúsund hræður í norðurhöfum hafa mikil áhrif á efni lagareglna sem þar gilda.

2. Fyrir liggur að með aðild að sambandinu myndu Íslendingar missa yfirráðin yfir náttúruauðlindum landsins, þar með talið fiskimiðunum.

3. Íslenska stjórnarskráin stendur því í vegi að við getum gerst aðilar að þessu sambandi. Það stafar af því að með aðild myndum við framselja fullveldi landsins umfram það sem stjórnarskráin leyfir. Stjórnarskránni má auðvitað breyta og veita heimildir til afsals á fullveldi ef vilji manna stendur til þess. Ærlegra væri að gera það áður en tekið er til við að semja um afsal fullveldisins.

Ég verð að játa að ég er persónulega á þeirri skoðun að við Íslendingar eigum að viðhalda fullveldi okkar. Sem fullvalda ríki hefur okkur tekist að eiga friðsamleg samskipti við aðrar þjóðir meðal annars á sviði viðskipta. Þegar á heildina er litið fer bara nokkuð vel um okkur. Það er ekki víst að svo yrði áfram ef við yrðum útkjálkahérað í stórríki Evrópu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Stjórnarskrársirkusinn snerist einmitt um þetta að liða hana í sundur svo hægt væri að koma okkur inn. Það mátti ekki á það minnast.

Allt sem síðasta ríkistjorn gerði var tengt aðildarumsókn. Frasinn "auðlindir í þjóðareigu" þýtti í raun að færa raðstöfunnarrétt auðlindanna í hendur embættismönnum. Þá hefðu Jón og Gunna ekkert haft um málið að segja.

Herferð hulinna markmiða er besta lýsing á síðustu ríkistjórn.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.2.2014 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 108
  • Sl. sólarhring: 292
  • Sl. viku: 2477
  • Frá upphafi: 1165105

Annað

  • Innlit í dag: 88
  • Innlit sl. viku: 2111
  • Gestir í dag: 85
  • IP-tölur í dag: 83

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband