Leita í fréttum mbl.is

Hanna Birna um svik Samfylkingarinnar

HannaBirnaKristjansdottir

Samfylkingin lofaði að klára ESB-málið á 12-18 mánuðum. Hún fékk allt kjörtímabilið til þess en gafst upp áður en það var á enda. Það voru engar forsendur til að klára málið vegna andstöðu hluta Vinstri grænna og þess að hvorki Samfylkingin né ESB þorðu að ræða sjávarútvegsmálin. Samfylkingin sveik kjósendur sína um það sem hún lofaði þeim fyrir kosningarnar 2009.

Af þessum sökum er ESB-málið í hnút. Eina leiðin til að höggva á þann hnút er að hætta viðræðunum formlega. Það ætti ekki að vera stórmál, eins og Daniel Gros, einn helsti evru- og ESB-sérfræðingur álfunnar bendir nýverið á.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, bendir á þessi augljósu svik og getuleysi Samfylkingarinnar við að koma þessu loforði sínu og helsta stefnumáli í höfn.

Það er skiljanlegt að þingmenn Samfylkingarinnar skuli sumir hverjir vera í uppnámi er þeir sjá að eitt helsta stefnumál þeirra er að gufa upp. En það er lítið við því að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Í þessi ljósi er fyndið að heyra stjórnarandstöðuna endalaust hamast á sviknum loforðum, fólks sem það kaus ekki. Halda þau virkilega að fólk sé búið að gleyma?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2014 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 244
  • Sl. sólarhring: 417
  • Sl. viku: 2724
  • Frá upphafi: 1164931

Annað

  • Innlit í dag: 210
  • Innlit sl. viku: 2339
  • Gestir í dag: 198
  • IP-tölur í dag: 196

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband