Leita í fréttum mbl.is

Þúsundir Íslendinga vinna ESB-stefnu stjórnarinnar

Það eru meira en þúsund sjálfstæðismenn sem taka þátt í að móta þá stefnu sem endanlega er samþykkt á landsfundi flokksins. Það eru líka fjölmargir sem koma að því að undirbúa þá stefnu sem ákveðin er á flokksþingum Framsóknarflokksins.  Þegar tekið er tillit til þess að pólitísk stefnumótun á sér stað á landsfundi eftir landsfund og flokksþingi eftir flokksþing þar sem stefnan er slípuð og fáguð með tilliti til nýrra upplýsinga sem venjulegt flokksfólk vill hafa til hliðsjónar þá sést að það er talsverður mannafli sem stendur að jafnaði að baki stefnumótun flokkanna. Stefnur af þessu tagi hafa mikið vægi. Á bak við hana liggur miklu meira og lengra lýðræðislegt ferli en á bak við þjóðfund sem skotið er á í örfáa daga.

Þessi stefnumótun fjölda sjálfstæðismanna og framsóknarmanna leiddi af sér sömu stefnuna í ESB-málinu eins og fram kom í ályktunum landsfundar Sjálfstæðisflokksins og flokksþings Framsóknarflokksins fyrir um ári. Stefnan var sú að vera utan við ESB þar sem það þjónaði hagsmunum Íslendinga betur, að stöðva viðræðurnar við ESB og að ekki hefja þær aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Í þessu fólst alls ekki loforð um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur aðeins að undir engum kringumstæðum yrði sú vegferð hafin á nýjan leik án þess að þjóðin yrði spurð fyrst.

Sjá nánar á neiesb.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðan fór að líða að kosningum. Og þá voru landsfundir ekki í framboði og frambjóðendur virtust vera að boða hvað þeir ætluðu að gera. Þau undur og stórmerki gerðust að almenningur hlustaði á frambjóðendur frekar en að fara beint í landsfundarsamþykktir. Tók kosningaloforð og yfirlýstan hug frambjóðenda sem eitthvað sem hefði gildi.

Nú nærri ári eftir kosningar vitna frambjóðendur í landsfundarsamþykktir þegar borin eru uppá þá svikin kosningaloforð. Segjast vinna eftir landsfundarsamþykktum og hvorki hafa sjálfstæða skoðun né vilja. 

Íslensk pólitík er þægileg innivinna fyrir fólk sem þarf hjálp við að hneppa skyrtu.

Ufsi (IP-tala skráð) 1.3.2014 kl. 14:21

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er heimsýn virkilega búin að láta leiða sig út í það fúafen að ræða málefni sem koma eðli og uppruna þessarar umsóknar ekkert við? Það er aldeilis að Samfylkingunni hefur tekist að afvegaleiða ykkur frá málefninu eins og fjölda landsmanna.

Hvernig væri að taka til hendinni og fræða alþýðuna um ferlið og eðli þess? Hvernig þingið var blekkt til að smþykkja þetta með óformlegri ályktun í stað lagasetningar. Hvernig erfiðu köflunum var ýtt á undan til að gefa nauðsynlegt svigrúm til stjórnarskrárbreytinga sem heimiluðu framsal fullveldis?

Hvernig stjórlagaráði mistókst að uppfylla þetta markmið með of mörgum fyrirvörum sem ESA gúteraði ekki. Þess vegna stoppaði ferlið. Það skorti heimild til framsals.

Það skorti líka á þau grundvallarskilyrði að fara í umsóknina með lagasetningu sem endaði á borði forseta í stað óformlegrar ályktunar. Nokkuð sem var skylda ef um aðlögun væri að ræða.

Fyrir þessa aðlögun var þrætt og þetta kallað "könnunarviðræður" á þeim tíma sem um ályktunina var kosið. Þing og þjóð var blekkt í bjarmalandsförina og ég er undrandi á að Vg reyni ekki að nýta sér þá staðreynd til uppreisnar æru sinni varðandi kosningasvik sín.

Hvað um að útbúa efni sem fólk getur melt. Heimildamyndir. Skýrslu hagfræðinefndarinnar í máli og myndum.

Púðrið fer í að tala um þjóðina í heild sem einhverskonar fáráðlinga, þegar í raun fólk veit ekki sitt rjúkandi ráð fyrir spuna, upplýsingaskorti og áróðri.

Nú þurfið þið að fara að standa undir nafni og væntingum og matreiða málefnin ofan í fólk í stað þess að eyða tímanum í non sequitur og dægurþrasi um eitthvað sem kemur málinu ekkert við.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2014 kl. 17:53

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Rifjið upp hvernig þetta byrjaði allt saman og rekið ykkur þaðan.

http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2014 kl. 18:00

4 identicon

Vá, Jón að skamma félagana fyrir skort á þröngsýni.

Ufsi (IP-tala skráð) 1.3.2014 kl. 19:44

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvernig færðu Að út þegar eg er hér að hvetja til þess að upplýsingum sé komið til fólksins í landinu? Af einhverjum ástæðum fórst það fyrir s.l. Fjögur ár. Finnst þér það óeðlileg krafa og þröngsýn eða hræðist þú það að sannæeikurinn um málið komist fyrir augu fólks?

Af hverju skýlir þú þér annars bakvið nafnleysi? Skammastu þin fyrir eitthvað?

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2014 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 269
  • Sl. sólarhring: 275
  • Sl. viku: 2638
  • Frá upphafi: 1165266

Annað

  • Innlit í dag: 240
  • Innlit sl. viku: 2263
  • Gestir í dag: 220
  • IP-tölur í dag: 217

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband