Leita í fréttum mbl.is

Hverjir voru fyrirvarar með umsókninni 2009?

Þegar Samfylkingin og Vinstri græn ákváðu að keyra umsókn um aðild að ESB í gegn á Alþingi að þjóðinni forspurðri 16. júlí 2009 voru settir fram nokkrir fyrirvarar í greinargerð meirihluta utanríkismálanefndar. Fyrirheit þáverandi ríkisstjórnar voru að umsóknarferlið ætti að taka 9-18 mánuði og að sjávarútvegsmálin myndu bera hæst í aðildarviðræðum. Reynslan af samningaferlinu var sú að því var sjálfhætt.
 
Hvað gerðist? Eftir um fjörutíu mánuði gafst ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir upp. Sjávarútvegsmál höfðu ekki komist almennilega á dagskrá, meðal annars vegna kröfu ESB um að Ísland gæfi eftir samningsmarkmið sín um yfirráð yfir sjávarútvegsauðlindinni. Gegn því stóð Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra. Enn fremur tafðist ferlið vegna deilna um makríl og vegna þess að sambandið hafði breyst. Þar með hafði steytt á skilyrðum sem sett voru í meirihlutaáliti utanríkismálanefndar og því hefði aðildarviðræðunum í raun að átt að vera hætt löngu áður en þær runnu út í sandinn í ársbyrjun 2013. Síðast í morgun sagði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingar í Sprengisandsþætti Bylgjunnar að makríllinn hefði stöðvað viðræðurnar. Hverju mættum við búast við varðandi aðra sambærilega fiskistofna?
 
Nú er rétt að hafa í huga að minnihlutinn var ekki sammála öllu sem fram kom í meirihlutaálitinu. Álit minnihluta er hægt sjá hér
 
En hverjir voru þeir meginhagsmunir sjávarútvegsmálum sem ekki átti að ganga gegn samkvæmt þáverandi meirihluta? Að neðan eru nokkrar setningar klipptar út úr greinargerð meirihlutans til glöggvunar á aðalatriðunum. 
   

VII.    Greinargerð um meginhagsmuni Íslands í aðildarviðræðum við ESB.
 ..... 

 ii. Sjávarútvegsmál.

    Meiri hlutinn telur óhætt að fullyrða að sjávarútvegsmálin muni bera hæst í væntanlegum aðildarviðræðum við sambandið. Helgast það af mikilvægi málaflokksins fyrir íslenskt efnahagslíf. 
    Samstaða var í nefndinni um meginmarkmið í samningaviðræðum við ESB varðandi sjávarútveginn. Þau lúta að forræði yfir sjávarauðlindinni með sjálfbæra nýtingu að leiðarljósi. Það felur í sér forræði í stjórn veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu sem byggð er á ráðgjöf íslenskra vísindamanna. Auk þess verði leitað eftir eins víðtæku forsvari í hagsmunagæslu í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi og kostur er lúti málefni að íslenskum hagsmunum. Jafnframt verði haldið í möguleika á því að takmarka fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi og skýrri aðkomu Íslendinga að mótun sjávarútvegsstefnu ESB í framtíðinni. Í þessu sambandi er rétt að undirstrika þjóðhagslegt mikilvægi atvinnugreinarinnar, en meiri hlutinn telur að með þessu megi tryggja að breytingar sem verða á fiskveiðistjórn hér á landi verði að undirlagi íslenskra stjórnvalda og áhrif landsins aukist á þessu sviði í Evrópusamstarfi. Þá verði forræði þjóðarinnar tryggt yfir sjávarauðlindinni og þannig búið um hnútana að framlag sjávarútvegsins til efnahagslífsins haldist óbreytt.

....

    Meiri hlutinn telur einnig afar mikilvægt að Íslendingar fari með samningsforræði við stjórn veiða úr deilistofnum eins og hægt er og tryggi þannig sem best réttindi Íslands til veiða úr þeim, en deilistofnar hafa orðið sífellt mikilvægari í afkomu greinarinnar. Leita þarf leiða til að tryggja hagsmuni Íslands með beinum aðgangi að slíku samningsferli.

........
    Ljóst er að samkvæmt meginreglum sáttmála ESB tekur sambandið yfir fyrirsvar aðildarríkjanna í samningum á ýmsum sviðum, þ.m.t. á sviði fiskveiða og hafréttar. Meiri hlutinn telur rétt að látið verði reyna á það í hugsanlegum samningaviðræðum við ESB að Ísland haldi forræði sínu á þessum sviðum og tali eigin máli á vettvangi alþjóðastofnana í alþjóðasamningum með eins víðtækum hætti og unnt er, enda um grundvallarhagsmuni þjóðarinnar að tefla efnahagslega.


    Hvað varðar erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi telur meiri hlutinn grundvallaratriði að haft verði náið samráð við sjávarútveginn um afstöðu Íslands. Á sama tíma telur meiri hlutinn að frumskylda samningamanna Íslands sé að tryggja að afrakstur auðlindarinnar falli til á Íslandi. Þannig verði ekki veitt svigrúm fyrir erlendar útgerðir að fjárfesta hér á landi þannig að nýting auðlindarinnar og afrakstur hennar færist í raun úr landi. Bent hefur verið á að ríkjum sé heimilt að setja reglur til að sporna við erlendum fjárfestingum. Mögulega mætti setja ákvæði í lög um efnahagsleg tengsl milli útgerðar og vinnslu við heimahöfn skips, auk ákvæða sem binda heimildir til að fjárfesta í sjávarútvegi við búsetu.

.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 216
  • Sl. sólarhring: 274
  • Sl. viku: 2585
  • Frá upphafi: 1165213

Annað

  • Innlit í dag: 189
  • Innlit sl. viku: 2212
  • Gestir í dag: 177
  • IP-tölur í dag: 175

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband