Leita í fréttum mbl.is

Jón Bjarnason hélt fram hagsmunum Íslands

jonb
Það var ESB sem stöðvaði viðræðurnar um aðild Íslands að ESB vegna þess að það vildi ekki ganga að þeim kröfum sem fólust í fyrirvörum og meginhagsmunum Íslands. Jón Bjarnason hélt fram hagsmunum Íslands á meðan hann var sjávarútvegsráðherra. Eftir að honum var bolað úr embætti í árslok 2011 fengu samningamenn Íslands lausara taumhald í viðræðunum.   
 
Ríkisútvarpið fjalla um þetta í hádegisfréttum. Þar segir: 
 

Jón Bjarnason fyrrverandi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra segist hafa gætt hagsmuna Íslands í hvívetna og fylgt fyrirvörum Alþingis um að gefa ekki eftir forræði Íslands í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.

Björg Thorarensen varaformaður samninganefndar Íslands og lögfræðiprófessor sagði í þættinum Vikulokunum á Rás eitt í gær að ríkisstjórnarflokkurinn Vinstri grænir og þar með talinn Jón Bjarnason hafi verið dragbítur á hve illa gekk að móta samningsstöðu Íslands í málaflokknum. 

„Hún getur orðað þetta eins og hún vill, en ég sem ráðherra fylgdi þeim fyrirvörum sem settir voru af hálfu Alþingis í þessum málum. Þar var kveðið skýrt á um að ekki skyldi gefið eftir forræði í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Ef að átti að gefa það eftir þá þyrfti Alþingi að koma á ný til. Þannig að ég fylgdi þarna mjög skýrt lögum. En hitt var alveg skýrt að af hálfu Evrópusambandsins kom fram að ekki yrði um neinar varanlegar undanþágur frá lögum og reglum Evrópusambandsins að ræða og þess vegna setti Evrópusambandið stopp á viðræður um sjávarútveg og landbúnað og krafðist þess að við gæfum þessar kröfur eftir áður en áfram yrði haldið. Þetta segir reyndar Björg líka að sé hárrétt að þannig hafi verið staðan. En að ætla að láta sig dreyma um undanþágur, sem ekki voru í boði, er bara blekking.“

En lítur Jón á ummælin sem hrós?

„Já, ég lít á það sem hrós, því ef að prófessorinn heldur að samningamennirnir eigi að reyna að teygja samþykkir alþingis frá hagsmunum þjóðarinnar þá lít ég á það sem hrós að hafa verið dragbítur á það.“ 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 161
  • Sl. sólarhring: 205
  • Sl. viku: 2765
  • Frá upphafi: 1182349

Annað

  • Innlit í dag: 149
  • Innlit sl. viku: 2429
  • Gestir í dag: 140
  • IP-tölur í dag: 134

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband