Leita í fréttum mbl.is

Danir vilja fremur vera hluti af ríki Norðurlanda en í ESB

LaveBroch
Danir vilja sem sagt fremur vera hluti af sambandsríki Norðurlanda en að vera í ESB. Tæplega helmingur vill fremur vera hluti af Norðurlandaríki en ESB, en 28% vilja fremur vera áfram í ESB.
 
Þetta er mjög merkileg niðurstaða, en útvarpið greinir frá könnun Gallups um þetta í Danmörku. Vefur Evrópuvaktarinnar hefur einnig greint frá þessu, en þar segir m.a:
 

Lave Broch frá Nyagenda og frambjóðandi til setu á ESB-þinginu fyrir Hreyfingu fólksins gegn ESB segir að það sé nauðsynlegt að ganga til nánara samstarfs Norðurlanda meðal annars vegna þess að stefna ESB sé að ná undirtökunum innan Norðurlandaráðs. Hann telur að norrænt ríkjasamband verði ekki til einangra Norðurlöndin.

„Það væri mjög gott ef Norðurlönd gætu gert viðskiptasamninga eða samstarfssamninga við ESB og tengslin yrðu svipuð og milli Kanada og Bandaríkjanna um þessar mundir: Þjóðirnar eru nánir vinir en ekki í stóru ríkjasambandi,“ segir Lave Broch og bætir við að Danir ættu að ganga að nýju í EFTA verði þessi leið farin. 
 
 
Frétt RUV er hér
 

Tæplega helmingur Dana vill heldur verða hluti af Sambandsríki Norðurlanda en að vera meðlimur í Evrópusambandinu. Rúmur fjórðungur vill frekar vera áfram í Evrópusambandinu.

Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallups sem kynnt var í Danmörku í síðustu viku. Í könnuninni kemur fram að 47 prósent þátttakenda vilja heldur tilheyra Ríkjasambandi Norðurlanda fremur en að vera hluti af ESB. 28 prósent aðspurðra vilja frekar vera áfram í Evrópusambandinu.

Haft er eftir Lave Broch, frambjóðanda Þjóðarhreyfingarinnar gegn Evrópusambandinu, í Berlingske tidende að stefna Evrópusambandsins sé orðin of fyrirferðarmikil í Norðurlandaráði. Hann telur ekki að stofnun ríkjasambands Norðurlanda myndi á nokkurn hátt stuðla að einangrun Norðurlanda. Sambandsríki Norðurlanda væri mun betur í stakk búið en Evrópusambandið að tryggja almenningi gott heilbrigðiskerfi auk þess sem það væri besta leiðin til að viðhalda hinu norræna velferðarkerfi.

Jens Rohde, fulltrúi Venstre í Evrópuþinginu, sem þrátt fyrir nafnið er hægrisinnaður borgaraflokkur, er á öðru máli og segir það í raun vera brjálæði að ætla sér að loka sig inni í norrænum klúbbi. Hann telur að innbyrðis hagsmunir norrænu ríkjanna séu jafn ólíkir og hagsmunir og stefna ríkjanna í Evrópusambandinu. Hann segir spurninguna ekki snúast um að velja annað hvort norrænt samstarf eða Evrópusambandið, það sé hægur vandi að sameina þetta tvennt. Hann segir að það myndi hafa neikvæð áhrifa á útflutning og atvinnuástand í Danmörku ef landið veldi Sambandsríki Norðurlanda fremur en aðild að Evrópusambandinu. 

 

Sjá einnig frétt BT hér

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 339
  • Sl. viku: 2618
  • Frá upphafi: 1182202

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 2293
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband