Leita í fréttum mbl.is

Baldur prófessor vill fá meiri áhrif í ESB-málum

BaldurjaIsl

Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði telur að stjórnmálaflokkunum hafi mistekist að taka þannig á ESB-málunum að þeir auki líkurnar á því að Ísland gangi í ESB. Öðru vísi er varla hægt að skilja grein þá eftir hann sem birt er á visir.is. Baldur vill taka málið úr höndum stjórnmálamanna af því að hann telur að þá muni líkur aukast á því að Ísland gangi í ESB. 

Hvers vegna er hægt að skilja grein Baldurs með þessum hætti? Jú, vegna þess að hann telur að stjórnmálaflokkarnir hafi ekki verið almennt ginnkeyptir fyrir þeim ráðum sem hann og fáeinir aðrir þeir úr röðum fræðimanna sem hafa tekið ástfóstri við hugmyndina um Evrópusambandið og aðild Íslands að því hafa haldið fram. Baldur telur greinilega meiri líkur á því að ef málið verði tekið úr höndum stjórnmálamanna og sett beint í hendur almennings, eins og hann segir, að þá muni almenningur fremur fara að ráðum hans líka og samþykkja að fylgja þeim inn í ESB. 

 

Samfylkingin klikkaði, segir Baldur 

Það er annars einna merkilegast við þessa grein Baldurs að hann vænir Samfylkinguna um getuleysi. Sjálfur hefur hann verið fremstur í flokki ESB-sinna í Samfylkingunni. Hann er fræðimaðurinn sem hefur gefið Samfylkingunni ráð. Það var hann sem sagði að það ætti ekki að taka nema fáeina mánuði fyrir Ísland að gerast aðili að ESB eftir að sótt yrði um. Hver varð svo reyndin? Eftir um fjörutíu mánuði hafði umsóknin sem Baldur átti hvað stærstan þátt í að setja af stað steytt á skeri oftar en einu sinni og var orðin kyrfilega strand. Umsóknin sem byggð var á óskhyggju minnihluta stjórnmálamanna þoldi ekki praktíska pólitík.  

Þess vegna sakar Baldur félaga sína í Samfylkingunni um getuleysi. 

Er þetta ekki frekar spurning um að Samfylkingin hafi haft miður góða fræðilega leiðsögn á sinni vegferð í ESB-málunum? Kannski þarf meiri praktísk reynsla að liggja til grundvallar fræðilegum ráðleggingum en gert hefur til þessa. 

 

Almenningur er stundum á annarri skoðun en sérfræðingar - t.d. í Icesave-málinu 

Óskhyggja sérfræðingsins er að honum muni ganga betur að eiga við almenning en stjórnmálamenn. En hvernig varð reyndin í Icesave-málinu? Þar voru ýmsir sérfræðingar úr háskólasamfélaginu á borð við Baldur sem sögðu að Íslendingar yrðu að taka sig byrðar einkabankanna. Almenningur hunsaði þessar ráðleggingar fræðimannanna, en tvær þær eftirminnilegustu komu frá lektor og prófessor í viðskiptafræði og hagfræði. Sem þekkt er fór málið fyrir dómstól sem sagði almenning á Íslandi hafa á réttu að standa. Til þessa hefur almenningur lengstum viljað að Ísland verði fyrir utan ESB. Það er ekkert sem bendir til þess að breyting verði á því. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 102
  • Sl. sólarhring: 222
  • Sl. viku: 2075
  • Frá upphafi: 1182839

Annað

  • Innlit í dag: 95
  • Innlit sl. viku: 1815
  • Gestir í dag: 93
  • IP-tölur í dag: 93

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband