Leita í fréttum mbl.is

Breyttur tónn hjá Samtökum iðnaðarins í ESB-málum

gudrun_hafsteinsdottir
Það kveður við nýjan tón hjá nýjum formanni Samtala iðnaðarins. Guðrún Hafsteinsdóttir sem er nýkjörin formaður samtakanna telur upp ýmis atriði sem nauðsynlegt er að vinna að, svo sem iðn- og tæknimenntun, skynsamleg nýting auðlinda og fjárfesting í iðnaði. Varðandi gjaldmiðlamálin segir hún að krónan sé ekki stærsta vandamálið. Huga þurfi að hagstjórninni.
 
Ný forysta virðist vilja vinna markvisst að þeim málum sem hún telur að horfi til heilla. ESB eða evra eru ekki aðalmálið lengur.

mbl.is Hagstjórnin stærra vandamál en krónan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Varðandi hagstjórnina, hver er ábyrgur fyrir henni, er einhver sem getur svarað því ?

Stefán Þ Ingólfsson, 6.3.2014 kl. 22:59

2 Smámynd:   Heimssýn

Að jafnaði eru nú tveir opinberir aðilar taldir ábyrgir fyrir hagstjórninni. Annars vegar er það ríkisstjórnin sem sér um ríkisfjármálin og hins vegar Seðlabankinn sinnir stjórn peningamála.

Heimssýn, 6.3.2014 kl. 23:09

3 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Eru það ekki stórkostleg mistök í hagstjórn þegar verðbólga getur ekki ár aftir ár verið sambærileg við það sem hún er t.d. í Noregi? Hver ber ábyrgð á því ? Þjóðin verður að fara að draga þá til ábyrgðar sem geta ekki stjórnað þessu.

Stefán Þ Ingólfsson, 7.3.2014 kl. 10:28

4 Smámynd: Bjarni Jónsson

Ég heyrði viðtal við nýja formanninn á leið úr vinnu í dag.  Þar lýsti hún þeirri afstöðu sinni, að klára ætti aðildarviðræður við ESB.  Hún hefur ekki áttað sig á, að þær strönduðu á síðasta kjörtímabili.  Svo hefur hún kokgleypt blekkingar Össurar um "að kíkja í pakkann", sem voru settar fram til að gabba meirihluta þingheims og aðrar auðtrúa sálir til fylgilags við umsókn um aðild að ESB.  Össur dreymdi um að smygla Íslandi þannig inn í ESB, en þetta var auðvitað borin von hjá honum, enda ekki sterkur á svellinu, blessaður.

Bjarni Jónsson, 7.3.2014 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 259
  • Sl. sólarhring: 276
  • Sl. viku: 2628
  • Frá upphafi: 1165256

Annað

  • Innlit í dag: 230
  • Innlit sl. viku: 2253
  • Gestir í dag: 213
  • IP-tölur í dag: 210

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband