Leita í fréttum mbl.is

Ögmundur Jónasson segir lýðræðinu ábótavant í ESB

ogmundur
Ögmundur Jónasson alþingismaður segir lýðræðinu ábótavant í ESB. Auk þess segir hann að ef menn vilji kíkja í pakkann, eins og sagt er, þá liggi beinast við að skoða sáttmála á borð við Lissabon-sáttamálann. Sá pakki liggi fyrir og sé hægt að skoða.
 
Ögmundur fjallar um þetta í grein í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Þar segir hann: 
 
Kunningi minn sem er á öndverðum meiði við mig í pólitík er á sama máli og ég í andstöðu við Evrópusambandsaðild. En á gerólíkum forsendum. Hann er maður markaðar, ég félagslegra lausna. Honum finnst Evrópusambandið vera pólitískt og miðstýrt. Mér finnst það draga taum stórkapítalsins. Báðum finnst skorta á lýðræðið. Þessir þræðir liggja langt aftur. Evrópusambandið, eða Efnahagsbandalagið eins og það hét á fyrri stigum, var stofnað með Rómarsáttmálanum árið 1957. Þremur árum síðar voru Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA, stofnuð, að vissu marki sem mótvægi við Efnahagsbandalagið. Ísland gekk í EFTA árið 1970. Það var eftir nokkar deilur. Andstæðingar töldu sýnt að íslensk framleiðsla myndi eiga undir högg að sækja. Það reyndist rétt, íslensk iðnaðarframleiðsla, skipasmíðar, húsgagnaframleiðsla og fataiðnaður lögðust nánast af. Verslunarhagsmunir urðu ofan á.
Eftir inngöngu í EFTA slíðruðu menn sverðin og löguðu sig að nýjum veruleika. Það tókst bærilega. En heimurinn stóð ekki kyrr. Nú vildu menn að Efnahagsbandalagið yrði ríki. Nafninu var breytt úr bandalagi í samband og tekið til við að miðstýra sífellt fleiri málaflokkum að hætti sambandsríkis.
Og sambandið stækkaði. Að sama skapi kvarnaðist úr EFTA. Þau ríki sem þar stóðu eftir tóku nú að færa sig nær ESB. Til varð hið Evrópska efnahagssvæði, EES, sem er eins konar brú á milli EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins. Þessi brú var í upphafi fyrst og fremst á viðskiptaforsendum. En jafnt og þétt jókst umferðarþunginn um brúna og eðli umferðarinnar tók breytingum. Mál til afgreiðslu á vettvangi EES gerðust æ pólitískari og meira krefjandi um kerfisbreytingar í átt að ESB-stöðlum. Þetta er ekkert undarlegt því frá því Rómarsáttmálinn leit dagsins ljós hefur stjórnskipan ESB tekið stöðugum breytingum og er á fullri ferð í átt til miðstýrðrar samræmingar. Áhrifanna gætir í EES.
Áfanga á þessari vegferð þekkjum við, svo sem þá sem kenndir eru við Maastricht ogLissabon. Það eru heitin á pökkunum sem forvitnir geta kíkt í vilji þeir fræðast um hvað biði okkar í ESB! Er nú svo komið í Evrópusambandinu að nánast allt sem stríðir gegn markaðshyggju er bannað. Og ekki nóg með það, reynt er að greiða götu fjármagnsins inn í sjálfa velferðarþjónustuna og að innviðum samfélagsins. Þetta minnir á gamla umræðu um alræði markaðarins. Nema nú er það alvara.
En viti menn, fyrrnefndum markaðsmanni hrýs einnig hugur við þessari þróun. Honum hugnast ekki að Brussel-fingur haldi um alla þræði í samfélaginu. Þarna erum við á einu máli. Og erum við þó ekki byrjaðir að ræða um fisk.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nokkuð viss um að skilningur gamals sovétkomma og einhvers auðvaldssinna á lýðræðinu er nokkuð frábrugðinn skilningi almennings. Og að finna málstaðnum helst stuðningsmenn lengst til vinstri og hægri er viss vísbending sem fengi flesta til að líta upp og horfa í kringum sig.

Ástþór Magnússon, Jón Valur Jensson og Ögmundur Jónasson eru, til dæmis, ekki menn sem fólk sem vill láta taka sig alvarlega vitnar í. Það sýnir mikinn dómgreindarskort að halda að álit þeirra hafi jákvæð áhrif og að fólk flykkist til að standa með skoðunum þeirra.

Ufsi (IP-tala skráð) 9.3.2014 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 174
  • Sl. sólarhring: 196
  • Sl. viku: 1590
  • Frá upphafi: 1214476

Annað

  • Innlit í dag: 153
  • Innlit sl. viku: 1457
  • Gestir í dag: 146
  • IP-tölur í dag: 142

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband