Leita í fréttum mbl.is

Er málþófinu á Alþingi að fara að ljúka?

Nú þegar hafa fréttir borist af því að um 600 ræður hafi verið fluttar á Alþingi um fundarstjórn forseta í tengslum við afgreiðslu Alþingis á tillögu utanríkisráðherra um afturköllun umsóknar um aðild að ESB. Er ekki kominn tími til að málþófinu fari að ljúka og að málið fái eðlilega þinglega meðferð og komist til utanríkismálanefndar eins og eðlilegt getur talist.

Mbl. gerir grein fyrir stöðu mála með eftirfarandi hætti.  

 

Fyrri umræða um þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, þess efnis að umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið verði dregin til baka er nú hafin á Alþingi en málið var rætt bæði í gær og í fyrradag. Þingfundur hófst klukkan 15:00 í dag og umræðan um tillöguna var fyrsta mál á dagskrá eftir umræðum um störf þingsins.

Fjöldi mála er sem fyrr á dagskrá þingsins líkt og undanfarna daga en þau mál hafa hins vegar ekki verið tekin fyrir enn vegna umræðunnar um þingsályktunartillöguna. Gera má ráð fyrir að umræða um tillöguna standi fram á kvöld þar sem flestar ræður verða fluttar af stjórnarandstæðingum líkt og undanfarna tvo daga. Sextán þingmenn eru nú á mælendaskrá og þar af fjórtán stjórnarandstæðingar.

Stjórnarandstæðingar hafa sakað ríkisstjórnina um að vilja keyra málið í gegnum þingið. Utanríkisráðherra sagði hins vegar á Alþingi í gær að hann vildi gjarnan að þingsályktunartillagan kæmist til utanríkismálanefndar þingsins ásamt tveimur tillögum stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæði um framhald umsóknarferlisins þar sem þær fengju ítarlega umfjöllun. Engin ástæða væri til þess að flýta sér í þeim efnum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Hver skrifar þessa pistla hérna?

Friðrik Friðriksson, 12.3.2014 kl. 18:12

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ertu að meina að þú þurfir að vita hver greinir frá því hér að ríflega 600 ræður hafi verið haldnar af stjórnarandstöðunni um fundarstjórn forseta s.l. daga til að forðast efnislega umræðu um frumvarp Gunnars Braga?

Varstu á fjöllum?

Ertu kannski að meina hver það er sem peistaði hér in orðréttri frétt af mbl?

Er ekki spurnig um að koma sér "up to speed" í málefninu áður en þú ræðst út á ritvöllinn og blandar þér í umræðuna?

Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2014 kl. 20:10

3 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Jón ertu í einhverji dagdrykkju hérna? ég er einfaldlega að spyrja hver skrifar þessa pistla fyrir Heimssýn.

En um hvað ertu að tala?

Friðrik Friðriksson, 12.3.2014 kl. 22:17

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ábyrg stjórnarandstaða?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.3.2014 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 47
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 1701
  • Frá upphafi: 1220970

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 1548
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband