Leita í fréttum mbl.is

Ráðstefnan hafin - m.a. rætt um umfangsmikið vald ESB

Ráðstefna Nei við ESB hófst í morgun á Hótel Sögu. Stefán Már Stefánsson prófessor flutti fyrsta erindið og fjallaði meðal annars um að ESB og stofnanir þess hefðu mjög víðtækt vald þótt sambandið gæti ekki talist ríki. Hins vegar væri framtíðin óviss og sáttmálar sambandsins tækju ákveðnum breytingum í tímans rás. 
 
Ragnar Arnalds fyrrverandi ráðherra fjallaði um þá staðreynd að ESB hefði ekki náð fótfestu á stórum svæðum í austri og vestri. Í strandríkjunum á Norðurslóðum réðu meðal annars miklir hagsmunir tengdir sjávarútvegsmálum því að þjóðirnar í Noregi, Færeyjum, Íslandi og Grænlandi vildu ekki vera hluti af ESB. Ástæðan væri meðal annars sú að með því töpuðust yfirráðin yfir fiskveiðiauðlindinni, auk þess sem óhagkvæmni í ákvarðanatöku myndi aukast með aukinni fjarlægð og meira regluveldi.
 
Ráðstefnan stendur í allan dag á Hótel Sögu. Meðal fyrirlesara síðar í dag er norski þingmaðurinn Per Olaf Lundteigen sem mun fjalla um Ísland, Noreg og makrílmálið. 
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 233
  • Sl. viku: 1771
  • Frá upphafi: 1186378

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1552
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband