Leita í fréttum mbl.is

Grænlendingar gengu úr ESB 1985

Josef Motzfeldt, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi forseti grænlenska þingsins, lýsti í morgun á ráðstefnu Nei til ESB baráttu Grænlendinga fyrir því að geta tekið sín mál í eigin hendur og að áfangi á þeirri leið hefði verið að Grænlendingar gengu úr ESB árið 1985.

Josef lýsti því hvernig samningaviðræður hefðu verið við embættismannakerfi ESB sem endaði með því að Grænlendingar urðu að láta af hendi fiskikvóta gegn því að fá svokallaða fiskipeninga. Frá 1985 hefur kvóti ESB minnkað um helming og einnig svokallaðir fiskipeningar.

Josef lagði áherslu á að þótt þjóðir væru litlar væru þær ekki ómarkverðar, því fyrst þegar þjóðir litu svo á að þær skiptu ekki máli þá yrðu þær ómarkverðar. Með þessu vildi Josef segja að hin unga grænlenska þjóð hefði með stolti og sjálfsöryggi staðið á eigin fótum gegn bæði nýlenduherrum í Kaupmannahöfn og gegn minu mikla og stóra valdi í Brussel og að það hefði verið Grænlendingum til farsældar að taka sín mál í eigin hendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Takk fyrir pistilinn.  Það væri of erfitt fyrir Brusselfara að skilja þetta.

Elle_, 22.3.2014 kl. 21:59

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Skemmtileg manneskja hann Motzfeldt. Hélt ég sæi þig í dag elle.

Helga Kristjánsdóttir, 22.3.2014 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 122
  • Sl. sólarhring: 266
  • Sl. viku: 1916
  • Frá upphafi: 1186258

Annað

  • Innlit í dag: 112
  • Innlit sl. viku: 1678
  • Gestir í dag: 110
  • IP-tölur í dag: 109

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband