Leita í fréttum mbl.is

ESB tæki yfir sjávarútvegsauðlindina

GudlaugurThor
Þau svör sem Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður hefur fengið frá æðstráðendum í ESB er að Íslendingar myndu ekki halda yfirráðum yfir sjávarútvegsauðlindinni yrði Ísland aðili að ESB. 
 
Mbl.is greinir svo frá: 
 

Ríki geta ekki staðið fyrir utan sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins gangi þau í sambandið. Þetta kom fram í svari Thomas Hagleitner, fulltrúar stækkunardeildar Evrópusambandsins, við fyrirspurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Alþingis og Evrópuþingsins sem fram fór í Reykjavík í dag en hann er annar formaður nefndarinnar.

„Ég spurði hann að því hvort ríki gætu staðið fyrir utan sameiginlega stefnu Evrópusambandsins í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum og það kom alveg skýrt fram hjá honum að það sé ekki hægt. Það þýðir einfaldlega að okkar markmið að halda yfirráðum yfir sjávarútvegsauðlindinni okkar er ekki í boði. Það fer þvert á sjávarútvegsstefnu sambandsins,“ segir Guðlaugur.

Hann segist ennfremur hafa spurt Hagleitner að því hvort ríki sem hætti viðræðum um inngöngu í Evrópusambandið gætu sótt um að nýja. Hagleitner hafi sagt að ekkert væri því til fyrirstöðu 

mbl.is Þvert á sjávarútvegsstefnu ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En á DV heldur fréttin áfram; "... Hagleitner sagði að vissulega þyrfti Ísland að undirgangast stefnuna en lagði áherslu á að stefnan væri sveigjanleg og ýmsir möguleikar í stöðunni, enda væru aðstæður aðildarríkja ólíkar.

Þegar málið barst aftur í tal síðar á fundinum fullyrti Hagleitner að hann væri viss um að koma mætti til móts við kröfur Íslands í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum með einum eða öðrum hætti. En til þess þyrfti að leiða aðildarviðræðurnar til lykta og gefa þeim þann tíma sem nauðsynlegur er."

Ufsi (IP-tala skráð) 26.3.2014 kl. 08:56

2 Smámynd: Elle_

En hví ættum við að vilja sjávarútvegsstefnu þeirra, þó þeir komi kannski til móts við okkur, fyrst?  Fullveldið er miklu sterkara en að þeir komi kannski og pínulítið til móts við okkur eftir þeirra behag og stoppi það eftir þeirra behag.  Þú getur farið þangað, Ufsi, við hin ætlum ekki.

Elle_, 26.3.2014 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 17
  • Sl. sólarhring: 298
  • Sl. viku: 1855
  • Frá upphafi: 1187082

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 1636
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband