Leita í fréttum mbl.is

Þýskir menntamenn missa trúna á ESB

Vaxandi vantrú virðist vera að grafa um sig hjá ýmsum hópum í Þýskalandi á að ESB sé á réttri leið. Jafnframt eykst andstaðan við ESB meðal bæði hægrimanna og vinstrimanna í Evrópu. Hægrimenn telja að reglugerðarfargan ESB dragi úr samkeppnishæfni í álfunni á meðan vinstrimenn telja að ESB þvingi eins konar nýfrjálshyggju upp á íbúana, svona álíka og AGS er sagt hafa komið til framkvæmda í Suður-Ameríku.
 
Þetta segir Hans Kundnani í grein á vefnum EUobserver. Hans þessi er framkvæmdastjóri rannsókna í stofnun sem ber heitið European Council on Foreign Relations.
 
Í greininni lýsir hann þeim vanda sem ESB á í og andstöðu við aðgerðir sambandsins í ýmsum aðildarlöndum, allt frá Finnlandi til Grikklands. Þungamiðjan í umfjölluninni er óánægjan sem fer vaxandi meðal ýmissa hópa í Þýskalandi vegna þeirrar þróunar sem á sér stað í ESB. Sérstaka athygli vekur að ýmsir sem eru framarlega meðal fræði- og menntamanna í Þýskalandi, en sú stétt var helsta hreyfiaflið á bak við stofnun og þróun ESB, er að gerast afhuga þeirri vegferð. Það er einkum vegna þess að sambandið hefur vikið frá þeirri meginreglu sem var sett um að skattgreiðendur í einu landi ættu ekki að borga brúsann ef annað land lenti í efnahagslegum ógöngum. Þýskir fræðimenn telja margir að með yfirlýsingu Mario Draghi, aðalstjóra Seðlabanka Evrópu, um að evrunni verði bjargað, hvað sem það kostar, sé vikið frá þeim meginsjónarmiðum sem lágu til grundvallar stofnun ESB að hvert og eitt ríki yrði að fylgja viðmiðum um góðan rekstur og litla skuldasöfnun og að ríkin yrðu að standa á eigin fótum. Víst er að skattgreiðendur í Finnlandi, Þýskalandi og víðar, eru orðnir þreyttir á því nú þegar að bera byrðar annarra.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 432
  • Sl. sólarhring: 486
  • Sl. viku: 2789
  • Frá upphafi: 1165706

Annað

  • Innlit í dag: 396
  • Innlit sl. viku: 2422
  • Gestir í dag: 382
  • IP-tölur í dag: 377

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband