Leita í fréttum mbl.is

Þórarinn Einarsson: Krafan um að þjóðin eigi að ákvarða framhaldið er brella

ThorarinnEinarsson
Skrif Þórarins Einarssonar á netinu í gær hafa vakið talsverða athygli. Hann mætti á Austurvöll í gær og segir að margir sem þar voru hafi látið plata sig. Hann segir kveikjuna að þessum mótmælum vera gremju og örvæntingu aðildarsinna yfir því að það eigi að draga aðildarumsóknina til baka. Krafan um að þjóðin eigi að ákvarða framhaldið hafi verið brella til þess að útvega meira fallbyssufóður í mótmælin.
 
Pistill Þórarins, sem við höfum fengið leyfi til að birta, er svohljóðandi:

,,Ég mætti á Austurvöll í dag. Auðvitað samt ekki til að mótmæla heldur bara til að "skoða". Maður læddist þarna um eins og einhver 'Hannes Hólmsteinn' að tékka á fólkinu sem mætti. Eins og mér þykir nú almennt ánægjulegt að sjá fólk sameinast og standa á kröfum sínum, þá hef ég enga samúð með þessum málstað og þykir leitt að sjá hvernig margir hafa látið draga sig á Austurvöll á fölskum forsendum.
 
Kveikjan að þessum mótmælum er sú gremja og örvænting aðildarsinna að það eigi að draga aðildarumsóknina til baka. Krafan um að þjóðin eigi að ákvarða framhaldið var brella til þess að útvega meira fallbyssufóður í mótmælin. Áður var búið að draga stóran hlut óákveðna yfir til aðildarsinna með því að dáleiða það í trú á að það yrði að kíkja í einhvern pakka til þess að geta tekið afstöðu ('The Mystery Box Dumb Ass Trap').
 
Aðildarsinnar eru búnir að blekkja miklu fleiri en núverandi stjórnarflokkar hafa verið sakaðir um. Ennfremur tókst þeim að hindra þjóðaratkvæði um aðildarumsóknina sjálfa og ítrekað um áframhaldandi aðildarviðræður á síðasta kjörtímabili. Þá tókst þeim að hindra að þjóðin fengi að kjósa um fullveldisákvæðið í nýju stjórnarskránni. En sem betur fór, mistókst þeim að láta þjóðina borga Icesave og hindra þjóðaratkvæði um þá deilu. Það er þó fyrst nú að aðildarsinnarnir heimta lýðræðið - þegar ný ríkisstjórn er tekin við og ætlar að draga umsóknina til baka með sömu aðferð og hún var upphaflega send til Brussel, þ.e. með einföldum þingmeirihluta.
 
Aðildarsinnar eru búnir að pissa á lýðræðið í fimm ár en kalla nú andstæðinga sína andlýðræðissinna fyrir að styðja ekki kröfu þeirra nú um þjóðaratkvæði sem þeir voru þó sjálfir búnir að hafna ítrekað í tíð síðustu stjórnar. Ég vorkenni aðildarsinnum ekki neitt í þessari stöðu, en hef nokkra samúð með þeim sem voru hafðir að fíflum í blekkingarherferð aðildarsinna undanfarin ár. Megi þeir ranka við sér sem fyrst."
(Greinarskil Heimssýnar) 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er algjörlega sammála þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2014 kl. 13:23

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Þórarinn! Og ekki verður hann sakaður um að hafa ekki viljað ljá góðum mótmælafundum stuðning sinn -- oft stóðum við saman í mótmælum á árunum 2009-11, gegn Icesave-makki þáverandi stjórnarflokka og gegn ólýðræðislegri og óhafandi ESB-umsókninni.

Jón Valur Jensson, 31.3.2014 kl. 02:25

3 identicon

Góður pistill hjá Þórarni Einarssyni. Hann hefur lög að mæla. Ég skil ekki þessa taugabilun aðildarsinna, sem hefur gripið um sig núna. Þeir snúa út úr öllu, sem ríkisstjórnin hefur að segja í þessu máli, og eru eins og heimtufrekir krakkar og illasiðaðar dekurrófur. Þeir auglýsa líka um helgar í útvarpinu, að fólk verði að mæta. Það er nú einu sinni svo um sumt fólk, að það mætir, þegar því er sagt að mæta, sama hverju er verið að mótmæla, bara til að þeir, sem fyrir þessu standa, geti svo roggnir sagt, að mörg þúsund hafi mætt á Austurvöll,  svo að stjórnvöld láti undan. Þetta er hneyksli. Hvað kalla þeir eiginlega nokkur þúsund mörg prósent af kjósendum landsins, sem ég veit ekki betur en séu nokkur hundruð þúsunda, þegar þetta er líka alltaf sama fólkið, sem stendur þarna helgi eftir helgi? Hugsun þessa fólks er ekki rökrétt, finnst mér, eftir þessu að dæma. Sveiattan, segi ég bara.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 204
  • Sl. sólarhring: 255
  • Sl. viku: 1943
  • Frá upphafi: 1177116

Annað

  • Innlit í dag: 186
  • Innlit sl. viku: 1763
  • Gestir í dag: 182
  • IP-tölur í dag: 179

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband