Leita í fréttum mbl.is

Danir, Svíar og Finnar vilja fremur aukið norrænt samstarf en evrópskt

LaveBroch
Helmingur Dana, Svía og Finna vilja fremur sjá aukið norrænt samstarf en evrópskt. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem fjölmiðlar á Norðurlöndum greina frá í dag. Gallup sá um könnunina fyrir flokk ESB-andstæðinga, ESB-lýðræðissinnana, sem samanstendur meðal annars af sænska Júní-listanum og dönsku Þjóðarhreyfingunni sem bjóða fram til ESB-þingsins.
 
Þátttakendur voru spurðir annars vegar um afstöðuna til norræns sambands Íslands, Danmerkur, Finlands, Noregs og Svíþjóðar sem hefði sameiginlega stefnu á ýmsum sviðum svo sem í umhverfismálum, réttarfarsmálum og utanríkismálum og auk þess með viðskiptasamning við ESB og fleiri lönd. Spurt var hvort fólk myndi fremur vilja slíkt bandalag eða að vera áfram í ESB. 
 
Í öllum þremur löndunum vildi um helmingur fólks fremur vera í norrænu sambandi. Aðeins þrír af tíu vildu heldur vera í ESB.  
 
- Þessar kannanir sýna að það er breiður stuðningur meðal almennings í þessum löndum við nánari samvinnu Norðurlanda og enn fremur að stuðningur við ESB-aðild er fremur lítill, segir Lave K. Broch sem er varaforseti ESB-lýðræðissinna og frambjóðandi til ESB-þings fyrir dönsku Þjóðarhreyfinguna gegn ESB.  Ásamt Bretlandi gætu Norðurlöndin krafist þess að vald ESB yrði fært aftur til aðildarríkja, en það sem væri enn betra að Bretland og Norðurlöndin yfirgæfu ESB og sameinuðust um fríverslunarsamning við ESB, sagði Broch ennfremur af þessu tilefni. 
 
 
Sjá hér frétt í finnska Vasabladet. Þar kemur meðal annars fram að 3/4 jafnaðarmanna vilja fremur norrænt samband en evrópskt.
 
Sjá hér frétt í sænska Sydsvenskan.  
 
Sjá hér frétt í Europaportalen

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 35
  • Sl. sólarhring: 267
  • Sl. viku: 1905
  • Frá upphafi: 1184642

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 1630
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband